fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
433Sport

Guardiola vill alls ekki fá Sancho – Fer líklega til United

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 7. júní 2021 18:45

Jadon Sancho.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það lítur allt út fyrir það að Manchester United nái loksins að fá Jadon Sancho til félagsins í sumar þar sem Pep Guardiola hefur engan áhuga á leikmanninum.

Mikið var rætt og ritað um félagsskipti Sancho frá Dortmund til Manchester United síðasta sumar. Að lokum fór kappinn ekkert og hélt áfram að sýna sig hjá Dortmund. Þrátt fyrir að United hafi ekki hafið samningaviðræður eru allar líkur á að hann komi til þeirra í sumar.

Stjórnarformenn Manchester City hafa hugsað um að reyna að stela Sancho en það mun ekki gerast þar sem Guardiola hefur engan áhuga á því að vinna með leikmanninum.

Pep finnst Sancho frábær leikmaður en það fór illa í hann þegar Sancho sleppti æfingum hjá City þegar hann var að reyna að komast frá félaginu árið 2017 að því er segir í frétt Mirror.

Þegar Sancho var 17 ára hjá City vildi hann fá meiri spilatíma. Þegar hann sá að það var ekki í boði samdi hann við Dortmund. Þar hefur leikmaðurinn spilað 137 leiki og skorað 50 mörk.

Manchester City mun þó græða á sölunni en þeir eiga rétt á 15% af því verði sem Sancho verður keyptur á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah