fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Gylfi Sig selur uppáhaldsíbúðina sína í Kópavogi – Sjáðu myndirnar

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 08:00

Knattspyrnukappinn dáði hefur ákveðið að selja glæsilega íbúð í Þorrasölum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er launahæsti íþróttamaður í sögu lands og þjóðar en á síðasta ári var kappinn með 850 milljónir króna í árslaun hjá enska úrvalsdeildarliðinu Everton. Gylfi Þór er ekki aðeins útsjónarsamur inni á vellinum því utan hans er hann þekktur fyrir að vera skynsamur í fjárfestingum en helst kýs hann að fjárfesta í fasteignum og sjávarútvegi.

Þannig á Gylfi Þór útgerðarfélagið Blakknes ásamt föður sínum, Sigurði  Aðalsteinssyni og eldri bróður, Ólafi Má Sigurðssyni. Á dögunum greindu Fiskifréttir frá því að félagið hafi fjárfest í nýjum bát sem gerður verður út frá Sandgerði.

Þá hefur DV fjallað um íbúðasafn Gylfa Þórs  sem er veglegt í meira lagi og er skráð á fyrirtæki sem er í 60% eigu knattspyrnukappans og 20%  í eigu föður hans og bróðurs. Íbúðirnar voru flestar í útleigu en ein eign skar sig úr  – 107 fermetra íbúð í Þorrasölum 17 í Kópavogi. Þá eign hefur Gylfi  og eiginkona hans Alexandra Helga Ívarsdóttir sjálf dvalið í.

Nú dregur þó til tíðinda því íbúðin er auglýst til sölu og er ásett verð 69,9 milljónir króna. Í fyrri umfjöllun DV kom fram að eignin hefði verið keypt á 42,5 milljónir króna árið 2014 og því hefur verið um góða fjárfestingu að ræða.

Eignin er glæsileg í alla staði og ljóst er að vel hefur farið um Gylfa Þór í Salahverfinu.

 

Sjón er sögu ríkari

Myndir / Fasteignaljósmyndun.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður City afar óvænt orðaður við United

Leikmaður City afar óvænt orðaður við United
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jóhann lýsir stríðsástandi eftir erfiða ákvörðun – „Það voru allir brjálaðir“

Jóhann lýsir stríðsástandi eftir erfiða ákvörðun – „Það voru allir brjálaðir“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bitinn í eistun og var fluttur á sjúkrahús nokkrum vikum eftir að hafa komið til landsins

Bitinn í eistun og var fluttur á sjúkrahús nokkrum vikum eftir að hafa komið til landsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Breiðablik tapaði í seinni leiknum gegn Lech

Breiðablik tapaði í seinni leiknum gegn Lech
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða
433Sport
Í gær

Holding færir sig nær Sveindísi

Holding færir sig nær Sveindísi
433Sport
Í gær

Segir Sesko vilja United og vitnar í Coldplay

Segir Sesko vilja United og vitnar í Coldplay
433Sport
Í gær

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Í gær

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United