fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Ísak Bergmann naut sín í botn með átrúnaðargoðunum – Spáir ekkert í öllum kjaftasögunum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 14:27

Ísak og Jói Kalli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson ein skærasta vonarstjarna íslenska fótboltans segir það heiður fyrir sig að spila með Aroni Einari Gunnarssyni og Birki Bjarnasyni. Allir þrír byrjuðu á miðsvæði Íslands í tapi gegn Mexíkó á laugardag.

Ísak sem varð 18 ára á þessu ári var þarna að byrja sinn fyrsta A-landsleik og naut þess í botn. „Ég hef unnið að þessu mjög lengi. Það var geðveikt að vera með Birki og Aroni á miðjunni, ég hef litið upp til þeirra frá því að ég man eftir mér. Geðveikt að vera kominn á miðjuna með þeim,“ sagði Ísak Bergmann.

„Mér fannst persónulega ganga vel, ég var ánægður með frammistöðu liðsins og mína. Við vorum mjög góðir í 70 mínútur, gæði í Lozano þegar hann kom inná en flott frammistaða hjá liðinu.“

Ísak var svekktur með tapið en íslenska liðið lék vel lengstan hluta leiksins. „Svekkjandi að tapa, maður vill alltaf vinna og hvað þá það eru 40 þúsund stuðningsmenn Mexíkó. Þá vildi maður sussa á þá aðeins, ef við hefðum náð að vinna hefði það verið geðveikt. Það voru klárlega hlutir sem við getum byggt á.“

Næsta verkefni liðsins er á fimmtudag gegn Færeyjum. „Við munum stjórna þeim leik, Mexíkó stjórnuðu umferðinni á móti okkur. Mér finnst við vera búnir að þróa okkar leik, við erum með gæði innanborðs og erum að þróa okkar leik til að vera sterkari á boltann.“

„Ég hef aldrei spilað fyrir framan áhorfendur af einhverju viti, þetta var sturlun að þetta væri fyrsti leikur. Ég heyrði að þetta væri einhver stærsti viðburður síðan COVID hófst, það var heiður að spila þarna.“

Ísak horfir bara á næsta leik og spáir ekki í verkefninu sem er í haust í undankeppni HM. „Fyrst og fremst fyrir mig er alltaf næsti leikur, ég ætla að standa mig vel í næsta leik. Hinn leikurinn er búinn, það er næsta verkefni. Mitt hugarfar er alltaf næsti leikur til að sanna mig, svo þegar kemur að verkefninu í haust að reyna alltaf að læra af Aroni, Birki og þeim. Taka allt inn, vonandi verð ég hluti af hópnum í haust.“

Ísak lék á miðsvæðinu í leiknum og þar líður honum best. „Vinstra megin á miðjunni er mín uppáhalds staða, ég spila þar sem þjálfarinn segir mér að spila. Ég upplifi minn stutta feril, þegar ég horfi á fótboltaleiki þá horfi á miðjumennina hvernig þeir staðsetja sig. Ég held persónulega að ég verði miðjumaður.“

Mikið af kjaftasögum er í gangi um framtíð Ísaks en hann pælir lítið í slíku. „Ég er ekki mikið að spá í þessu, ég fókusa á fótboltann. Það er hægt að spyrja umboðsmann minn, ég er núna að einbeita mér að Færeyja leikjum. Mér líður best að einbeita mér að fótboltanum, sama hvort það sé næsta æfing eða leikur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ólafur Ingi um fyrstu vikurnar í starfi: „Þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegt“

Ólafur Ingi um fyrstu vikurnar í starfi: „Þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Reyna að fá Suarez til að skrifa undir en taka á sig launalækkun

Reyna að fá Suarez til að skrifa undir en taka á sig launalækkun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slot lofsöng einn mann eftir allt fjaðrafokið undanfarið

Slot lofsöng einn mann eftir allt fjaðrafokið undanfarið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óvæntir orðrómar um Manchester United og Ramos

Óvæntir orðrómar um Manchester United og Ramos
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gekk í skrokk á systur sinni á heimili háaldraðra foreldra þeirra – Sleppur með skilorðsbundinn dóm og nálgunarbann

Gekk í skrokk á systur sinni á heimili háaldraðra foreldra þeirra – Sleppur með skilorðsbundinn dóm og nálgunarbann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ferill Ronaldo hefði getað farið á allt annan veg – „Ég var gjörsamlega miður mín“

Ferill Ronaldo hefði getað farið á allt annan veg – „Ég var gjörsamlega miður mín“
433Sport
Í gær

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst
433Sport
Í gær

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum