fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Kastaðist í kekki á Spot í gær – „Engar áhyggjur, Við Mike erum enn bestu vinir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 17:36

Mynd: Dr. Football

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist hafa kastast í kekki á milli Hjörvars Hafliðasonar og Mikaels Nikulássonar á íþróttabarnum Spot í Kópavogi í gær. Fjallað er um málið á Vísir.is. Í gær fór fram úrslitaleikur Evrópudeildarinnar þar sem Manchester United tapaði gegn Villarreal, halda þeir félagar báðir með rauða liðinu sem tapaði.

Um er að ræða tvær vinsælustu hlaðvarpsstjörnur landsins en Hjörvar Hafliðason stýrir Dr. Football á meðan Mikael er með sinn þátt, The Mike Show. Báðir þættir njóta vinsælda en Mikael var áður hluti af Dr. Football þættinum, báðir þættir fjalla um íþróttir en Hjörvar þó aðeins um knattspyrnu.

„Miklum sögum fer af því að þeir hafi beinlínis látið hnefana tala og Bakkus ráðandi öllum aðstæðum. En Hjörvar segir það hinar mestu ýkjur, í raun vitleysu en hann vill ekki tjá sig frekar um málið við Vísi,“ segir í frétt eftir Jakob Bjarnar á Vísir.is.

Hjörvar sjálfur sendi fylgjendum Dr. Football stutta kveðju í dag og segir þar. „Engar áhyggjur kæru leikmenn. Við Mike erum enn bestu vinir. Við leikgreindum leikinn í gær og fórum vissulega yfir sviðið. Við höfum verið að rífast frá árinu 1998 og það er ekkert að fara breytast. Okkur lenti aðeins saman í gær eins og á öllum Reiðhallaræfingum í den en erum báðir mjög sáttir í dag. Heyrumst í fyrramálið,“ skrifar Hjörvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög