fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Auknar líkur á að Kjartan Henry gangi í raðir KR eftir helgi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. maí 2021 14:30

Kjartan Henry Finnbogason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auknar líkur eru á því að Kjartan Henry Finnbogason gangi í raðir KR eftir helgi, það kemur þó betur í ljós eftir helgi. Þetta herma heimildir 433.is.

Kjartan Henry er með samning við Esbjerg út júní en til umræðu er að samningi hans verði rift fyrr. Kjartan Henry hefur áhuga á því að koma heim í KR en fjölskylda hans er flutt til Íslands.

Esbjerg undir stjórn Ólafs Kristjánssonar tapaði gegn Silkeborg í gær og vonin um að komast upp í úrvalsdeildina er veik.

Kjartan sem er 34 ára gamall gekk í raðir Esbjerg í upphafi árs en liðið situr í þriðja sæti og er liðið átta stigum á eftir Vilborg sem situr í öðru sæti en Vilborg á leik til góða. Fjórar umferðir eru eftir og því aðeins tólf stig eftir í pottinum.

Esbjerg leikur gegn Fredericia á mánudag og eftir þann leik gæti framtíð Kjartans Henry ráðist. Ef framherjinn riftir samningi sínum fyrir 12 maí getur hann samið við KR en félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar þann dag.

Kjartan lék með KR frá 2010 til 2014 og sló í gegn en síðan þá hefur hann átt farsælan feril í atvinnumennsku. Ef Kjartan gengur ekki í raðir KR í næstu viku er talið öruggt að hann komi til félagsins í júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fullyrðir að Víkingur hafi gert tilboð í Björgvin Brima

Fullyrðir að Víkingur hafi gert tilboð í Björgvin Brima
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnkell reiður og kallar eftir því að Halldór verði rekinn úr Kópavoginum – „Þetta er orðið svo þreytt“

Hrafnkell reiður og kallar eftir því að Halldór verði rekinn úr Kópavoginum – „Þetta er orðið svo þreytt“
433Sport
Í gær

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku
433Sport
Í gær

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina