fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Kolbeinn setur hús sitt á Íslandi á sölu – Keypti það á 132 milljónir fyrir átta árum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn Kol­beinn Sigþórs­son hef­ur sett glæsi­hús sitt við Haðaland 7 á sölu. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins.

Þar kemur fram að Kolbeinn hafi keypt húsið árið 2013 á 132 milljónir en í dag húsið auglýst án verðs, það er aðeins tekið við tilboðum.

„Húsið var mikið endurnýjað og byggt við það árið 2007. Þá voru m.a. settir álgluggar í allt húsið og allt gler endurnýjað á sama tíma. Þakdúkur var endurnýjaður og húsið múrað upp á nýtt. Lagðar voru gólfhitalagnir í allt húsið, raflagnir og rafmagnstafla endurnýjuð. Loft voru tekin niður og klædd að hluta og sett innfelld lýsing auk næturlýsingar í einhverja veggi. Skipt var um öll gólfefni í húsinu og bæði gestasnyrting og baðherbergi endurnýjuð með vönduðum Vola tækjum. Eldhús og tæki í eldhúsi voru endurnýjuð árið 2004. Árið 2014 var sett upp stór harðviðarverönd til suðurs útaf stofum með heitum potti,“ segir á vef fasteignasölunnar.

Um er að ræða fasteign í Fossvogi en Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari landsliðsins seldi hús sitt í sömu götu á dögunum. Húsið keypti Hörður Björgvin Magnússon landsliðsmaður í knattspyrnu.

Kolbeinn leikur með Gautaborg í Svíþjóð í dag og byrjar vel hjá nýju félagi, hann er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins ásamt Eiði Smára.

Eignina má sjá hérna á fasteignavef Morgunblaðsins

Myndir/Fasteignaljósmyndun.is
Myndir/Fasteignaljósmyndun.is
Myndir/Fasteignaljósmyndun.is
Myndir/Fasteignaljósmyndun.is
Myndir/Fasteignaljósmyndun.is
Myndir/Fasteignaljósmyndun.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bíður og bíður eftir Chelsea

Bíður og bíður eftir Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: ÍBV rúllaði yfir Val – Stjarnan vann Vestra

Besta deildin: ÍBV rúllaði yfir Val – Stjarnan vann Vestra
433Sport
Í gær

Maresca vill hjálp frá stjórninni – ,,Þurfum liðsstyrk“

Maresca vill hjálp frá stjórninni – ,,Þurfum liðsstyrk“
433Sport
Í gær

Á leið aftur til Englands eftir misheppnaða dvöl á Ítalíu

Á leið aftur til Englands eftir misheppnaða dvöl á Ítalíu
433Sport
Í gær

Chiesa staðfestir hvað hann vill gera í sumar

Chiesa staðfestir hvað hann vill gera í sumar
433Sport
Í gær

Leiður því Gyokores valdi Arsenal frekar en United

Leiður því Gyokores valdi Arsenal frekar en United