fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Forseti Ofurdeildarinnar stígur fram: Bindandi samningur – Gert til að bjarga fótboltanum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Florentino Perez forseti Real Madrid og forseti Ofurdeildarinnar segir að samningur félaganna sem búa til Ofurdeildina sé binandi. Ekki sé hægt að segja sig úr deildinni.

Perez segir að deildin sé stofnuð til að bjarga fótboltanum, hann segir að stór félög verði gjaldþrota á næstu árum ef engu verði breytt. Perez segir að fótboltinn verði að sækja fram til að búa til nýja stuðningsmenn, fótboltinn hafi staðið í stað síðustu ár og að stór félög blæði fjárhagslega.

„Mörg mikilvæg félög á Spáni, Ítalíu og á Bretlandi vilja finna lausn við slæmri fjárhagslegri stöðu. Eina leiðin til þess er að spila fleiri mikilvæga leiki. Ofurdeildin hjálpar félögum að sækja sér fjármuni sem hafa tapast,“ sagði Perez.

„Hér hjá Real Madrid höfum við tapað miklum fjármunum, við erum öll að ganga í gegnum erfiðan kafla. Þegar það er enginn hagnaður, þá er eina leiðin að spila fleiri leiki í miðri viku. Ofurdeildin mun bjarga félögum fjárhagslega.“

PSG og FC Bayern hafa komið fram og sagst hafa afþakkað boð í Ofurdeildinni en þeim var ekki boðið ef marka má Pere. „PSG var ekki boðið að vera með, við höfum heldur ekki talað við neitt þýskt félag. Við erum 12 félög og við viljum verða 15. Ef PSG og Bayern taka ekki boðinu, þá verður ekkert hætt við Ofurdeildina.“

„Fótboltinn þarf að taka framförum eins og annað í heiminum, fótboltinn þarf að aðlagast breyttum heimi. Fótboltinn er að tapa áhorfendum, peningar fyrir sjónvarpsrétt fara minnkandi. Við viljum búa til Ofurdeildin, heimsfaraldur hefur ýtt okkur af stað. Fótboltinn er að fara til fjandans eins og hann er í dag.“

Perez segir að fjármunirnir sem koma í gegnum Ofurdeildina muni styrkja allan fótboltann. „Í úrvalsdeildinni, ef stærstu félögin verða fjárhagslega sterkari þá verða hin félögin það einnig. Við viljum samtal við við UEFA, með Ofurdeildinni viljum við bjarga fótboltanum.“

„Ofurdeildin er ekki fyrir þá ríku, þetta er til að bjarga fótboltanum. Ef þetta heldur áfram þá hverfur fótboltinn og árið 2024 verðum við öll dauð. Þetta er til þess gert að bjarga öllum, stórum, meðalstórum og litlum félögum.“

UEFA hefur hótað því að henda félögum úr Meistaradeildinni og það strax í þessari vikur. „Real Madrid og öðrum liðum í Ofurdeildinni verður ekki hent úr Meistaradeildinni. Það gerist ekki, lögin eru með okkur. Það er ekki hægt.“

„Það verður ekki hægt að banna leikmönnum að spila landsleiki, það gerðist ekki.“

Margir hafa vonast eftir því að Ofurdeildin verði ekki en Perez segir. „Samningur um Ofurdeildina er bindandi, það getur enginn hætt við. Við vinnum saman, öll félög skrifuðu undir samning á laugardag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Scholes botnar ekkert í þessari ákvörðun United í sumar – Sömu mistök ítrekað

Scholes botnar ekkert í þessari ákvörðun United í sumar – Sömu mistök ítrekað
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá því þegar hann var handtekinn eftir að hafa brotist inn í kvennafangelsi

Segir frá því þegar hann var handtekinn eftir að hafa brotist inn í kvennafangelsi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Afmælisveisla Wayne Rooney byrjuð – Klæddi sig upp sem þekkt rokkstjarna og söng fyrir gestina

Afmælisveisla Wayne Rooney byrjuð – Klæddi sig upp sem þekkt rokkstjarna og söng fyrir gestina
433Sport
Í gær

Landafræðikennari með tösku sem kostar tæpar 2 milljónir

Landafræðikennari með tösku sem kostar tæpar 2 milljónir
433Sport
Í gær

Gylfi hrósar Sölva og talar um þetta sem hans stærsta kost – „Hefðu getað farið á taugum og leitað eftir galdralausn“

Gylfi hrósar Sölva og talar um þetta sem hans stærsta kost – „Hefðu getað farið á taugum og leitað eftir galdralausn“