fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Ætla að hleypa þúsundum áhorfenda á knattspyrnuleiki fyrir lok tímabilsins

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 18:42

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, opinberaði það í dag að allt að 10.000 áhorfendur verða leyfðir á íþróttaviðburðum í Bretlandi frá 17. maí næstkomandi.

Það hversu mörgum áhorfendum verður hleypt á íþróttaviðburði fer eftir stærð vallarins en þeir leikvangar sem taka fleiri en 16.000 manns í sæti geta tekið á móti 10.000 áhorfendum.

Covid-19 heimsfaraldurinn hefur séð til þess að lítið sem ekkert hefur verið af áhorfendum á kappleikjum í Bretlandi undanfarið ár en nú miða áætlanir bresku ríkisstjórnarinnar að áhorfendur verði leyfðir á kappleikjum, til að mynda í ensku úrvalsdeildinni.

Útgöngubann er nú í gildi í Bretlandi en áætlanir bresku ríkisstjórnarinnar fela í sér fjögur skref afléttinga á samkomutakmörkunum og sóttvarnaraðgerðum.

Gangi þessar áætlanir eftir gætu lið í ensku úrvalsdeildinni tekið á móti allt að 10.000 áhorfendum á leiki í síðustu umferð deildarinnar og þetta opnar einnig fyrir möguleika á áhorfendum á þeim leikjum Evrópumóts landsliða sem leiknir verða í Englandi næsta sumar.

Þessar áætlanir eru að sjálfsögðu háðar því hvernig Bretum tekst að halda Covid-19 veirunni í skefjum og því þarf að bíða og sjá hvort þær geti gengið eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður
433Sport
Í gær

Mætti í réttarsal í morgun og neitar því að hafa nauðgað konum fimm sinnum

Mætti í réttarsal í morgun og neitar því að hafa nauðgað konum fimm sinnum
433Sport
Í gær

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum