fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Mögnuð saga Phil Foden – Frá boltastrák yfir í að skora mark og vinna á Anfield

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 10:24

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City vann í gær sannfærandi 4-1 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Phil Foden, leikmaður Manchester City, var öflugur í leiknum en hann gaf stoðsendingu og skoraði fjórða mark liðsins.

Eftir leik birti hann skemmtilega mynd sem undirstrikar það ferðalag sem síðustu ár hjá honum hafa verið.

Önnur myndin sem Foden birti var úr leik Manchester City gegn Swansea í nóvember árið 2014. Á myndinni sést Stevan Jovetic, leikmaður Manchester City fagna og í bakgrunninum er ungur Phil Foden, sem þá var boltasækir á leiknum.

Hin myndin sem Foden birti var síðan úr leik Liverpool og Manchester City í gær og er frá þeirri stundu er hann skoraði fjórða mark Manchester City í leiknum.

Foden er einungis 20 ára gamall en hefur ávallt verið mikils metin hjá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra liðsins og hefur nú stimplað sig rækilega inn í lið Manchester City.

Englendingurinn ungi hefur spilað 17 leiki með Manchester City í ensku úrvalsdeildinnni á þessu tímabili, skorað fimm mörk og gefið 3 stoðsendingar.

Manchester City er sem stendur í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 50 stig og fimm stiga forskot á Manchester United sem situr í 2. sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands