fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Beckham var ákveðinn er hann ræddi ráðningu nýs knattspyrnustjóra – „Hefur ekkert með það að gera að hann sé vinur minn“

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 23. janúar 2021 12:43

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Phil Neville, var á dögunum ráðinn knattspyrnustjóri bandaríska liðsins Inter Miami, liðið er í eigu David Beckham en hann og Neville eru miklir mátar og fyrrverandi liðsfélagar hjá Manchester United og enska landsliðinu.

Neville verður einungis annar knattspyrnustjóri Inter Miami í sögu félagsins sem var stofnað árið 2018. Neville, þjálfaði áður enska kvennalandsliðið og hefur mikla reynslu frá sínum árum sem leikmaður.

David Beckham, eigandi liðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á dögunum og vildi gera öllum það ljóst að Neville, hafi ekki bara verið ráðinn af því að hann sé góðkunningi eigandans.

„Ég hef þekkt hann síðan ég var 15-16 ára gamall og ég veit hvernig hann er, bæði sem leikmaður og manneskja. Hann leggur hart að sér, ég hef aldrei séð neinn leggja eins hart að sér eins og Phil og bróðir hans Gary,“ sagði David Beckham á blaðamannafundi.

Beckham segist átta sig á því að það sé til fólk sem segi að Neville hafi bara verið ráðinn vegna þess að hann sé vinur eiganda liðsins.

„Þetta hefur ekkert með það að gera að hann sé vinur minn. Ég er eigandi félagsins með Jorge og ég ræð ekki einstaklinga út frá því hvort þeir séu vinir mínir, heldur ræð ég hæfustu einstaklingana,“ sagði ákveðinn David Beckham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið
433Sport
Í gær

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum