fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Peningar og frægð kaupa ekki hamingju – Glímir við alvarlegt þunglyndi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordon Ibe kantmaður Derby County er að glíma við mikið þunglyndi og segist vera á erfiðum stað þessa stundina, hann hefur upplifað erfiða tíma síðustu ár.

Ibe kom ungur upp hjá Liverpool og voru miklar væntingar gerðar til hans, hann náði eki að standa undir væntingum og var seldur til Bournemouth fyrir háa upphæð.

Hjá Bournemouth stóð hann ekki undir væntingum og upplifði erfiða tíma, hann missti svo ökuréttindi sín í sumar eftir að hafa keyrt inn á kaffihús í London. Hann flúði af vettvangi en fannst að lokum.

„Ég vil biðja stuðningsmenn mína um allan heim afsökunar, ég hef verið í dimmum dal og er að berjast við þunglyndi. Þetta er ekki gert til að fá athygli í fjölmiðlum, lífið er bara verulega erfitt núna,“ skrifar Ibe í færslu á Instagram.

„Ég kann að meta ástina og skilaboðin, lífið er erfitt fyrir flesta vegna heimsfaraldurs. Ég hef stuðning frá fjölskyldunni og Derby County.“

„Ég mun koma mér í gott jafnvægi og ætla mér, ekki bara fyrir fjölskyldu vini og dóttur mína. Heldur fyrir mig sjálfan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla