fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Segir að þetta séu stöðurnar tvær sem Solskjær þarf að styrkja

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 16:45

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville sérfræðingur Sky Sports segir að Manchester United þurfi að kaupa sér miðvörð og hægri kantmann til að komast í fremstu röð. Untied situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið hefur bætt leik sinn síðustu vikur.

Neville og fleiri sérfræðingar telja þó að Untied hafi ekki það sem þarf til að vinna deildina, Neville segir að það geti breyst ef Ole Gunnar Solskjær verslar rétt.

„Ég horfði á leikinn og hugsaði um hvað United þyrfti til að breytast í lið sem er að berjast á toppnum í að vinna titla. Eitt er það að United þarf að koma sér hærra á völlinn til að hafa yfirhöndina í leikjum,“ sagði Solskjær.

Getty Images

„Þú horfir á Liverpool sem var með Henderson og Fabinho í vörninni en voru samt hátt með miðjumennina sína. Manchester United byrjar sinn leik aftar á vellinum.“

„Þegar liðið getur komið á Anfield  og spilað hærra á vellinum, mögulega á næstu leiktíð þá verður þetta betra. Það vantar miðvörð sem gefur þér sjálfstraust í að gera það.“

„Svo er það staða hægri kantmanns, það er vandamál og það er vitað. Juan Mata, Daniel James, Pogba, Rashford, Van de Beek og Greenwood hafa allir spilað þar á þessu tímabili. Þetta eru sex sem ég get strax talið upp og þeir eru örugglega fleiri. Það hefur enginn eignað sér þá stöðu.“

„Solskjær vildi hægri kantmann í sumar og fékk hann ekki. Það er örlítið vandamál þar, hægri kantmaður sem skorar mörk gæti gert gæfumuninn fyrir þetta lið í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn