fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Piers Morgan sendir Özil kaldar kveðjur – „Ég get ekki beðið eftir því að sjá á eftir þessum lata kúgara“

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 15:05

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar styttist í brottför Mesut Özil frá Arsenal hefur fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan kvatt leikmanninn með harðorðri kveðju á samfélagsmiðlinum Twitter.

Piers Morgan, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og það gerði hann svo sannarlega ekki í innleggi sínu á Twitter í morgun.

„Elskaði Mesut Özil þegar hann kom fyrst til Arsenal. Heimsklassa leikmaður með náttúrulega hæfileika. Ég get ekki beðið eftir því að sjá á eftir þessum lata kúgara með 350.000 pund á viku núna, sóun. Þú hefðir geta orðið goðsögn hjá félaginu – En þú gast ekki látið það varða þig. Bless,“ skrifaði Morgan á Twitter.

Özil hefur ekkert leikið með Arsenal á tímabilinu og hefur verið utan hóps í öllum helstu keppnum sem félagið tekur þátt í. Hann er ekki í áætlunum Mikel Arteta, knattspyrnustjóra félagsins.

Búist er við því að Özil haldi til Tyrklands um helgina þar sem hann mun ganga frá samningum við tyrkneska liðið Fenerbache.

Özil gekk til liðs við Arsenal þann 2. september árið 2013 frá spænska liðinu Real Madrid. Kaupverðið á þeim tíma var um það bil 50 milljónir evra.

Hjá Arsenal hefur hann spilað 254 leiki, skorað 44 mörk og gefið 77 stoðsendingar. Þá varð hann enskur bikarmeistari með liðinu í fjórgang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Unnusti hennar í sviðsljósinu daglega en hún slær í gegn fyrir þennan magnaða hæfileika

Unnusti hennar í sviðsljósinu daglega en hún slær í gegn fyrir þennan magnaða hæfileika
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefnir í óvænt kapphlaup í sumar

Stefnir í óvænt kapphlaup í sumar