fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Stefnir í að einn mest spennandi ungi leikmaður Arsenal yfirgefi félagið – Mörg lið hafa sett sig í samband

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 18:00

Folarin Balogun í leik með Arsenal / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Folarin Balogun, einn mest spennandi ungi leikmaður Arsenal, rennur út á samning eftir núverandi tímabil. Lítið hefur þokast í samningarviðræðum leikmannsins við forráðamenn félagsins og mörg lið hafa áhuga á kappanum.

Balogun er 19 ára gamall framherji að uppruna en getur einnig spilað bæði á hægri og vinstri kanti. Hann hefur fengið tækifæri í liði Arsenal á tímabilinu og þá einna helst í Evrópudeildinni þar sem hann hefur spilað 4 leiki og skorað 2 mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu.

Blaðamaðurinn virti, Fabrizio Romano, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Twitter í dag að fleiri en fimmtán félög hafi sett sig í samband við leikmanninn og boðið honum samning.

Ein helsta ástæða þess að illa hefur gengið í samningarviðræðum Balogun við Arsenal er að hann krefst spilatíma sem knattspyrnustjórinn Mikel Arteta, hefur hingað til ekki geta lofað.

Balogun má ræða við félög utan Englands eins og staðan er núna og talið er að stærstu félög Þýskalands horfi hýru auga til hans. Fabrizio Romano, hefur hins vegar heimildir fyrir því að ekkert formlegt samningsboð hafi komið frá RB Leipzig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“