fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Í kuldanum hjá Solskjær en gæti farið í ljúfa lífið í Nice

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesse Lingard gæti verið að yfirgefa herbúðir Manchester United en franska félagið, Nice reynir að fá hann á láni frá félaginu.

Lingard er með samning til 2022 við United en hann hefur ekki fengið tækifæri í byrjunarliði félagsins í ensku úrvalsdeildinni, á þessari leiktíð.

Lingard byrjaði í sigri liðsins á Watford í enska bikarnum um liðna helgi. Hann virðist ekki vera í neinum plönum Ole Gunnar Solskjær.

Samkvæmt frétt Sky Sports er búist við því að Nice leggi fram formlegt tilboð á næstu dögum, óvíst er hins vegar hvort Manchester United sé tilbúið að lána hann.

Enska félagið hefur áhuga á að selja Lingard en lán til Frakklands gæti verið lausn fram á sumarið og þá gæti eitthvað félag haft áhuga á að kaupa Lingard.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi