fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Íþróttahreyfingin uggandi eftir orð Þórólfs – „Það voru köld svör sem Magnús fékk frá sóttvarnarlækni“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 12:09

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttahreyfingin á Íslandi óttast að keppnisíþróttir fái ekki að fara af stað þann 13 janúar. Núgilandi sóttvarnareglur falla úr gildi 12 janúar, óvíst er hvað tekur við og hefur Þórólfur Guðnason lítið vilja segja. Hann mun á næstu dögum skila inn minnisblaði til ráðherra, sóttvarnalæknir leggur til aðgerðir og það er svo Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sem tekur ákvörðun um málið.

Magnús Már Einarsson ritstjóri Fótbolta.net spurði Þórólf um málið á upplýsingafundi dagsins, hvort möguleiki væri á að kappleikir færu af stað á næstunni.

„Já, við erum í stöðugu sambandi við marga aðila. Erum að gera okkar besta að halda þessum faraldri niðri og hafa aðgerðirnar ekki of íþyngjandi. Stöðug áskorun og mun ekkert lagast á næstunni,“ sagði Þórólfur.

Hann vildi ekki segja til um hvort keppnisíþróttir færu af stað á næstunni. „Við verðum að fara mjög varlega varðandi keppnisíþróttir eins og allt annað,“ sagði Þórólfur.

Svör Þórólfs hræða marga:

Ekki hefur mátt keppa í íþróttum á Íslandi síðustu mánuði, Ísland er eitt fárra landa sem hefur lagt blátt bann á keppnisíþróttir. „Það voru köld svör sem Magnús Már fékk frá sóttvarnarlækni varðandi hvort keppni í íþróttum gæti farið aftur af stað í næstu viku. Úff,“ skrifar Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdarstjóri Grindavíkur um svör Þórólfs.

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Guðjón Guðmundsson, sjálfur Gaupi tekur í sama streng og segir. „Maður hefur á tilfinningunni að hann Þórólfur ætli sér ekki að opna á keppni íþróttamanna hér á landi. Því miður. Hann hefur verið á villigötum hvað þetta varðar í langan tíma. En þá má víst ekki hafa þessa skoðun. Góða fólkið.Eina.“

Jón Júlíus heldur síðan áfram og segir að eitthvað þurfi að gera til þess að íþróttafólk geti farið að stunda sína iðju. „Nú þarf að setja alvöru pressu á ráðamenn. Allir í bátanna. Ótrúleg staða en ég held að það þurfi alvöru lobbyisma til að ýta þessu yfir línuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði