fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Oliver Heiðarsson búinn að skrifa undir hjá FH

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. janúar 2021 16:27

Mynd/Þróttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Heiðarsson ungur framherji hefur skrifað undir við FH og mun leika með félaginu næstu árin. Þetta herma heimildir 433.is.

Þessi 19 ára sóknarmaður vakti talsverða athygli fyrir framgöngu sína með Þrótti í sumar, liðið var á barmi þess að falla úr Lengjudeildinni þegar mótið var flautað af vegna kórónuveirunnar.

Oliver skoraði fjögur mörk í 19 leikjum með Þrótti í sumar en um var að ræða hans fyrsta heila tímabil í meistaraflokki.

Oliver rifti samningi sínum við Þrótt á dögunum en samkvæmt heimildum hefur talsverður fjöldi liða reynt að semja við framherjann síðustu daga og vikur. Hann ákvað að semja við FH.

Oliver ólst upp á Englandi en hann á ekki langt að sækja hæfileikana, faðir hans er Heiðar Helguson. Heiðar átti afar farsælan feril á Englandi og með íslenska landsliðinu. Líkt og Oliver þá lék Heiðar með Þrótti á sínum yngri árum.

Logi Ólafsson tók við sem þjálfari FH á dögunum eftir að Eiður Smári Guðjohnsen lét af störfum til að taka við sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni