fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Dró lærdóm af því að tapa gegn Íslandi: „Ein erfiðasta stund sem ég hef upplifað“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. september 2020 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska landsliðið dvelur enn í Englandi fyrir landsleikinn gegn Íslandi á morgun en liðið flýgur til landsins síðdegis í dag. Leikurinn á morgun er fyrsti leikur í Þjóðadeildinni en enska þjóðin er enn í sárum eftir síðustu viðureign við Ísland.

Enskir voru með fréttamannafund fyrir leikinn á morgun í gegnum Zoom í hádeginu í dag. Ensk blöð hafa greint frá því að Englendingar ætli krjúpa á kné á Laugardalsvelli á laugardag til að styðja baráttu Black Lives Matter. Harry Kane var spurður út í málið.

,,Þetta var mál sem við ræddum. það er mikilvægt sem lið og þjóð að allir séu á sömu blaðsíðu. Við teljum það mikilvægt að krjúpa á kné fyrir leikinn, þetta tók ekki langan fund. Við erum allir á sama máli að við sem þjóð sendum þessi skilaboð,“ sagði framherjinn öflugi.

Kane var á vellinum í Frakklandi árið 2016 þegar Ísland vann sinn fræknasti sigur á Englandi. „Þetta var ein erfiðasta stund sem ég hef upplifað í ensku treyjunni. Ég lærði af þessu, þetta var fyrsta stórmótið mitt. Ég hef alltaf reynt að læra svona leikjum, ég hef gert það sem leikmaður og persóna. Við höfum bætt okkur á þessum fjórum árum. Þessir leikir koma alltaf upp í hausinn á manni.“

Kane var loks spurður út í Mason Greenwood sóknarmann Manchester United sem er í fyrsta sinn í hópi Gareth Southgate. ,,Mason hefur verið frábær frá fyrstu æfingu, þú getur séð að hann er með sjálfstraust. Klár í að skjóta og taka leikmenn á, hann hefur gert vel fyrir Manchester United. Það er frábært að fá hann í hópinn.“

Þegar Kane var spurður um hvað einkenni góðan markaskorara. „Þú vinnur mikið í því að vera á réttum stað. Stundum er það tilfinning en að horfa á Mason þennan stutta tíma. Hann getur skorað með vinstri og hægri, innan og utan teigs. Ég hef bara æft með honum í nokkra daga en hann virðist vera frábær í að klára færin.·

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“