fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Gunnar Guðmunds rekinn frá Þrótti Reykjavík – Nýtt teymi kemur inn

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 30. september 2020 18:40

Frá Eimskipsvellinum, heimavelli Þróttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þróttur Reykjavík hefur rekið þjálfara sinn Gunnar Guðmundsson. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins.

,,Stjórn knd. Þróttar hefur gert breytingu hjá mfl. karla sem verður til þess að þeir Gunnar Guðmundsson og Srdjan Rakjovic láta af störfum. Í þeirra stað koma til starfa til loka tímabilsins þeir Tómas Ingi Tómasson, Bjarnólfur Lárusson, Hallur Hallsson og Jamie Brassington markmannsþjálfari. Að auki mun Þórður Einarsson yfirþjálfari starfa með hópnum. Það er bæði von okkar og trú að þessi hópur muni leiða liðið farsællega þennan tíma sem eftir er af keppnistímabilinu. Þeim Gunnari og Rajko er þakkað óeigingjarnt starf. Jafnframt vill stjórn knd. óska þeim alls hins besta í framtíðinni,“ segir í tilkynningu Þróttar.

Hjörvar Hafliðason (Dr.Football) greindi frá því fyrr í dag á Twitter síðu sinni að Þróttur Reykjavík væri búið að reka þjálfara liðsins.

Gengi liðsins hefur ekki verið nægilega gott í sumar. Liðið situr í 10. sæti Lengjudeildarinnar og berst fyrir lífi sínu í deildinni.

Þróttur tapaði í gær fallbaráttuslag við Magna og nú eru þrjú neðstu lið deildarinnar öll með 12 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki