fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
433Sport

Íslendingur var á klósetti í laxveiði þegar hann sá að hann var 62 milljónum ríkari

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. september 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var heldur betur gáttaður vinningshafi sem mætti í Laugardalinn með miðann sinn úr sunnudagsseðli Getrauna en miðinn færði honum vinning upp á tæpar 62 skattfrjálsar milljónir króna.

Er það stærsti vinningur í getraunum sem komið hefur til Íslands. Vinningshafinn tekur þátt í getraunum í hverri viku, velur táknin venjulega sjálfur með misjöfnum árangri, og styrkir í leiðinni sitt íþróttafélag. Í þetta skiptið leist honum ekkert á seðilinn og ákvað því að taka sjálfval með þessum stórkostlega árangri.

Svo vildi til að vinningshafinn var staddur í laxveiði og hafði brugðið sér á klósettið. Hann var inni á klósettinu með símann og miðann góða og datt í hug að kanna úrslit helgarinnar. Þar komst hann að því að hann var einn með 13 rétta og hafði hirt allan pottinn. Það var víst lítið veitt næstu daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah