fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Óvenjuleg hárgreiðsla knattspyrnumanns vekur reiði – „Hvað í fjandanum gerðist?“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Brandon Barker, sem leikur með Rangers í efstu deild Skotlands, hefur orðið fyrir aðkasti frá eigin stuðningsmönnum fyrir hárgreiðsluna sem hann skartaði í leik Rangers í Evrópudeildinni í gær.

Segja má að hárgreiðslan hafi vakið reiði hjá stuðningsmönnum Rangers en einn stuðningsmaður gekk svo langt að segja að Rangers ætti skilið að detta út fyrir þessa hárgreiðslu. Hárgreiðslan sem um ræðir minnir helst á hárgreiðsluna sem karakter Auðuns Blöndal var með í Ríkinu. Barker var nefnilega með yfirgreiðslu í leiknum í gær. Mynd af hárgreiðslunni má sjá hér fyrir neðan.

„Hann ætti ekki að fá að spila aftur fyrr en hann rakar hárið sitt af,“ sagði einn stuðningsmaður Rangers um Barker og hárgreiðsluna. „Hann ætti að vera tekinn út af vellinum, bara fyrir þessa hárgreiðslu,“ sagði annar stuðningsmaður. Þá sagði annar að hann haldi að Barker hafi sofnað drukkinn heima hjá félaga sínum og vinir hans hafi verið algjörir asnar við hann. „Hvað í fjandanum gerðist?“ spurði annar.

Barker hóf ferilinn sinn með enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City en Rangers fékk hann á frjálsri sölu síðasta sumar. Barker hefur farið vel af stað með Rangers en hann skoraði mark í fyrsta leik sínum með liðinu í 3-1 sigri á Livingston.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt