fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Íslenskir stuðningsmenn létu áhorfendabannið ekki stoppa sig – Mættu og öskruðu fyrir utan völlinn

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 15:50

Svona var þetta áður en áhorfendabannið tók gildi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska knattspyrnan er nú farin aftur af stað eftir kórónuveirupásu en þó án áhorfenda í þetta skiptið. Það stoppaði þó ekki Silfurskeiðina, stuðningsmannasveit Stjörnunnar í gær.

Fótbolti.net greindi frá því í dag að dyggustu meðlimir stuðningsmannasveitarinnar hefðu mætt fyrir utan girðinguna á Samsungvellinum í Garðabæ í gær. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði fyrir leikinn að hann vonaðist til þess að stuðningsmannasveitin geti verið viðstödd leikinn. „Við vonum að Silfurskeiðin komist allavega að!“

Í textalýsingu Fótbolta.net í gær segir frá því að Silfurskeiðin hafi ekki látið áhorfendabannið stoppa sig. „Silfurskeiðin lætur ekki Covid No Fans stoppa sig á að styðja sína menn, þeir eru mættir vinstra megin við stúkuna fyrir utan völlinn og eru búnir að vera syngjandi frá fyrstu mínútu!“ skrifaði blaðamaðurinn Arnar Laufdal sem sá um textalýsinguna en hann hrósaði þeim einnig fyrir að mæta. „Vel gert!“

Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, ræddi við blaðamann um málið. Þar sagði hann að KSÍ stjórni ekki því sem fari fram fyrir utan völlinn. Hann hvetur þó til þess að fólk passi sig á að gæta að tveggja metra reglunni og öðrum sóttvörnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot var ánægðari með tapleik en sigurleik – Útskýrir af hverju

Slot var ánægðari með tapleik en sigurleik – Útskýrir af hverju
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham
433Sport
Í gær

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil