fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Viktor missir af leikjum – „Hann þarf að fara í segulómun svo við vitum ekki meira á þessari stundu“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 16:25

Viktor Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Jónsson, sóknarmaður og helsti markaskorari ÍA-inga, meiddist í ökla í leik ÍA gegn Breiðabliki í Pepsi-Max deildinni um helgina. Viktor er ekki brotinn en hann mun missa af nokkrum leikjum samkvæmt Jóhannesi Karli Guðjónssyni, þjálfara ÍA.

Viktor, sem hefur skorað næst flest mörk í deildinni í júlí, fór í röntgenmyndatöku í gær og varð það þá ljóst að hann brotnaði ekki. „Það er allavega jákvætt. En hann þarf að fara í segulómun svo við vitum ekki meira á þessari stundu,“ sagði Jóhannes í samtali við Vísi.

Segulómunin ætti að segja til um hvort liðbönd í ökklanum hafi skaddast og ef svo er, hversu alvarleg sköddunin er þá. „Hann mun missa af einhverjum leikjum, ég held að það sé nokkuð ljóst, en ég veit ekki hversu mikið eða lítið þetta er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafnað tvisvar á fimm dögum

Hafnað tvisvar á fimm dögum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi