fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Viktor missir af leikjum – „Hann þarf að fara í segulómun svo við vitum ekki meira á þessari stundu“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 16:25

Viktor Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Jónsson, sóknarmaður og helsti markaskorari ÍA-inga, meiddist í ökla í leik ÍA gegn Breiðabliki í Pepsi-Max deildinni um helgina. Viktor er ekki brotinn en hann mun missa af nokkrum leikjum samkvæmt Jóhannesi Karli Guðjónssyni, þjálfara ÍA.

Viktor, sem hefur skorað næst flest mörk í deildinni í júlí, fór í röntgenmyndatöku í gær og varð það þá ljóst að hann brotnaði ekki. „Það er allavega jákvætt. En hann þarf að fara í segulómun svo við vitum ekki meira á þessari stundu,“ sagði Jóhannes í samtali við Vísi.

Segulómunin ætti að segja til um hvort liðbönd í ökklanum hafi skaddast og ef svo er, hversu alvarleg sköddunin er þá. „Hann mun missa af einhverjum leikjum, ég held að það sé nokkuð ljóst, en ég veit ekki hversu mikið eða lítið þetta er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“