fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Logið um Rúrik í fjölmiðlum: Missti af jarðarför til að þóknast félaginu – ,,Fékk ekki meiri verðlaun en það“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður, opnaði sig í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar sem var birtur á öllum helstu hlaðvarpsveitum í gærkvöldi.

Rúrik er nafn sem flestir landsmenn kannast við en hann hefur lengi verið hluti af íslenska landsliðinu og spilaði á HM í Rússlandi árið 2018.

Rúrik er búinn að rifta samningi sínum við lið Sandhausen í Þýskalandi þar sem hann fékk í raun ömurlega kveðjustund frá klúbbnum.

Á verstu tímum COVID-19 þá fékk Rúrik leyfi til að fara heim þar sem móðir hans var veik og átti stutt eftir.

Sagan er gríðarlega sorgleg en félagið sýndi Rúrik lítinn stuðning á meðan hann gekk í gegnum erfiða tíma.

Á sama tíma voru viðræður við leikmenn um að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar, eitthvað sem Rúrik náði ekki að vera hluti af fyrr en seinna.

,,Það kemur upp að mamma veikist og ég fæ leyfi hjá klúbbnum að fara til Íslands. Mamma var búin að díla við krabbamein í svona stuttan tíma. Þetta hrakaði mjög hratt þarna og ég er kallaður heim bara í svona ‘panicki,’ sagði Rúrik.

,,Ég fæ leyfi frá klúbbnum og þegar ég fer til Íslands þá eru samningaviðræður við leikmenn um að taka á sig fyrst 30 prósent launalækkun sem þeir semja niður í 20 prósent launalækkun. Ég var ekki með í þessum samningaviðræðum þar sem spurningar voru spurðar. Á hverju voru þessar launalækkanir byggðar og svo fleira.“

,,Ég ákvað bara frekar snemma í ferlinu svona í ljósi þess sem undan hafði gengið að ég myndi gefa 20 prósent af mínum launum í góðgerðarmál af því að mér fannst framkoma klúbbsins á síðustu mánuðum, janúar, desember vera sérstök. Ég ákvað mjög snemma að þeir peningar færu bara í góðgerðarmál, það er glatað að þurfa að taka það fram í fjölmiðlum að það var svo.“

,,Í ljósi svona frétta sem voru í gangi á þessum tíma, að ég hafi verið sá eini sem neitaði að taka á mig launalækkun og svo fleira þá langar mig að koma því á framfæri að það var ekki til að setja þá í minn vasa.“

Eftir að hafa snúið aftur til Þýskalands þá ræddi Rúrik við félagið og tilkynnti forsvarsmönnum að hann vildi sjá peningana fara í góðgerðarmál.

Stuttu seinna var Rúrik kallaður á fund þar sem félagið heimtaði einfaldlega að þessi 20 prósent myndu fara aftur í klúbbinn sjálfan.

,,Ég fer heim, engar æfingar og ekkert í gangi og kem svo aftur út þremur vikum seinna og þá er ég búinn að missa af fjórum æfingum. Ég segi við þá að ég ætli að gefa þessa peninga í góðgerðarmál því þetta var alltaf frjálst. Það var fullt af leikmönnum í Þýskalandi sem ákváðu að gefa ekki eftir launin sín. Það var bara gott og vel, allir leikmenn höfðu þetta val og það var bara undir hverjum og einum komið.“

,,Ég er kallaður á fund eftir að ég tilkynni þeim þetta og þjálfarinn, sports directorinn og forsetinn segja að ef ég taki ekki á mig launalækkun þá megi ég ekki æfa með liðinu. Mér fannst þetta mjög sérstakt og var ekki að kaupa þetta. Þetta var þvert á allar reglur í rauninni, þetta var valfrjálst. Samningurinn er í gildi og svoleiðis. Eftir þetta þá fékk ég ekki að mæta á eina einustu æfingu og var bara heima þar sem eftir var af samningnum að hlaupa.“

Eftir það var logið um Rúrik í fjölmiðlum erlendis. Talað var um að miðjumaðurinn væri ekki í standi en hann harðneitar þeim ummælum félagsins.

,,Þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að ég hefði ekki verið fit því ég æfði ekkert á Íslandi. Þegar ég var á Íslandi þessar þrjár vikur þá æfði ég hvern einasta dag. Ég var á daginn og kvöldin bara niður á líknadeild og svo á milli þess þá skaust ég á æfingar. Svo lætur mamma lífið þarna 16. apríl og ég fer í kistulagningu en ákvað til að þóknast klúbbnum því það var komin gríðarleg pressa frá þeim, þá ákvað ég að sleppa jarðarförinni til að sýna mitt commitment gagnvart klúbbnum. Ég fékk ekki meiri verðlaun en það að ég var bara sendur heim. Óheppilegt finnst mér að þetta hafi farið svona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls