fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Milljón dollara andlitið segir Ólaf vonlausan þjálfara: „Hann er nú bara í myndlíkingarmáli“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 10:30

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúðvík Jónasson fyrrum varnarmaður í Stjörnunni er gestur í Dr. Football hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar og fer yfir liðið sitt, Stjörnuna. Þessi fyrrum knattspyrnumaður er í dag umsvifamikill í auglýsingabransanum á Íslandi.

Lúðvík er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og lína hans í viðtali við Stöð2 fyrir nokkrum árum. „Kóngur Íslands þarf ekki svoleiðis. Million-dollara andlit,“ er lína sem margir kannast við. Lúðvík var þá spurður hvort hann væri að nota nýja stefnumótasíðu.

Lúðvík er öruggur á því að Stjarnan vinni Pepsi Max-deild karla í sumar og bikarinn með. „Ég held að við tökum báðar dollurnar, við erum langbesta liðið á landinu,“ sagði Lúðvík.

Lúðvík gefur svo lítið fyrir Ólaf Kristjánsson, þjálfara FH. „Mér fannst nú bara hlægilegt að hlusta á formann FH segja að þeir væru með besta ellefu manna liðið á landinu með lélegasta þjálfarann by far af þessum topp fjórum klúbbum. Hann er nú bara í myndlíkingarmáli út í eitt og ætti að hressa sig við í viðtölum sá snillingur. Við tökum þetta mót og pökkum því saman.“

Rúnar Páll Sigmundsson hefur stýrt Stjörnunni um langt skeið. „Hann spilar smá Drillo, norskur Drillo bolti. Það er stundum bara lúðrað upp í rassgat, Brynjar er snillingur í að taka sína 60 metra sendingar. Það er gott skipulag á liðunum hans Rúnars, hann spilar norskan háfjallabolta.“

Viðtalið við Lúðvík má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans
433Sport
Í gær

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Í gær

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni