fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Ekki öruggt starfsumhverfi á Íslandi: „Í skóla væri þetta jafnvel flokkað sem einelti“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 12:30

© 365 ehf / Andri Marinó - Óli Stefán Flóventsson er þjálfari Sindra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður knattspyrnumanna bendir áhugaverða samantekt um starfsöryggi þjálfara á Íslandi.

Þjálfarar í fótbolta á Íslandi eru samkvæmt samantekt sem Magnús birtir eru þjálfarar í efstu deild á Íslandi aðeins í 517 daga í starfi að meðaltali.

Þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni lifa aðeins lengur í starfi og munar þar um 20 daga. Þjálfarar í Wales lifa lengst af í starfi.

Þjálfarar í Svíþjóð hafa það gott og eru að meðaltali í starfi í tæpa 900 daga.

Íslenskir þjálfarar hafa rætt þetta og skrifaði Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA meðal annars í vetur. ,,Annað sem gerir mína vinnu ólíka öðrum er að það er fólk bókstaflega í vinnu við það að gagnrýna mig og þá sem eru í minni stöðu. Ef ég geri mistök þá eru þúsundir manna sem lesa um það og hafa álit á því. Jafnvel þrýsta sérfróðir menn og þeirra föruneyti eftir því að ég verði rekinn og missi þar með lifibrauð mitt og fjölskyldu minnar. Því verr sem okkur gengur því dýpri verða stungurnar. Ég er nokkuð viss um að það séu ekki mörg störf sem bjóða upp á þetta. Í skóla væri þetta jafnvel flokkað sem einelti, orð sem ég kannast aðeins of vel við,“ skrifaði Óli Stefán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu