fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Utan vallar: Kreppan gerir leikinn skemmtilegri á Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. júní 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta umferð í Íslandsmóti karla í knattspyrnu er á enda, deildin fór af stað með miklum ágætum og var fjör á flestum völlum.

Allir hafa orðið varir við þá efnahagskreppu sem herjar á íþróttaheiminn eins og önnur fyrirtæki vegna kórónuveirunnar. Kreppa í íslenskum fótbolta þarf ekki alltaf að vera neikvæður hlutur þó auðvitað sé alltaf betra að félögin eigi fyrir reikningum sínum.

Ungir leikmenn fá frekar tækifæri í efstu deild þegar kreppir að, félögin hafa ekki efni á því að sækja sér erlenda leikmenn þegar kreppa er í efnahagsmálum. Þetta sáum við strax í fyrstu umferð.

Jón Gísli Eyland verður í lykilhlutverki hjá ÍA í sumar, eitthvað sem hefði líklega tekið lengri tíma að gerast í venjulegi árferðri. Ísak Andri Sigurgeirsson var hetja Stjörnunnar gegn Fylki, 16 ára gamall. Ekki er líklegt að Ísak væri að stimpla sig inn af þessum krafti ef allt væri í blóma í efnahagsmálum.

Fleiri fengu tækifæri og nýttu það vel og fleiri munu fá tækifæri þegar líður á mótið, meiðsli og bönn eldri manna munu gefa ungum leikmönnum tækifærið.

Misgóðir erlendir leikmenn hafa komið í deildina síðustu ár og litlu bætt við, þá vel ég frekar að sjá unga leikmenn sem geta orðið að stjörnum seinna meir fá tækifæri. Þetta ætti einnig að vekja félögin og skoða yngri leikmenn sem fyrir eru í félaginu frekar en að sækja misgóða erlenda drengi þegar það birtir til á nýjan leik.

Kreppan varð til þess að Breiðablik varð Íslands og bikarmeistari árin 2009 og 2010, félagið hafði ekki lengur efni á erlendum leikmönnum og fór í yngri flokka sína þar sem til voru Alfreð Finnbogason, Guðmundur Kristjánsson, Kristinn Steindórsson og fleiri til. Allir hafa átt farsælan feril eftir það.

Ég hlakka til að mæta á vellina í sumar og sá stjörnur framtíðarinnar fá eldskírn sína í efstu deild.

Utan vallar er skoðunarpistill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert