fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

„Að mörgu leyti undarlegt þar sem við Íslendingar erum mjög tæknivædd þjóð“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. maí 2020 15:00

Arnar Þór Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur gert 3 ára samning við miðlæga gagnagrunns fyrirtækið SoccerLab. SoccerLab er eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Evrópu og vinnur með mörgum af stærstu félagsliðum álfunnar.

Með samningnum mun þessi miðlægi gagnagrunnur frá og með deginum í dag vista allar upplýsingar um yngri landsliðsmenn KSÍ.

Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ fagnar þessu „Það svið knattspyrnunar sem við getum bætt okkur hvað mest á er rafræna sviðið. Þetta er að mörgu leyti undarlegt þar sem við Íslendingar erum mjög tæknivædd þjóð. Í nútíma knattspyrnu er allt mælt og skoðað. Lið í Evrópu þjálfa ekki bara sína leikmenn á knattspyrnuvellinum heldur er þjálfun orðin heildræn (e. holistic). Undir þessa heildrænu þjálfun falla hlutir eins og leikgreining, miðlæg gagnasöfnun, myndbandsuppökur, hlaupatölur, mælingar á líkamlegu atgervi o.s.frv,“ sagði Arnar.

„Allar þessar upplýsingar munu koma í gagnagrunn Knattspyrnusviðs KSÍ og innan skamms munum við eiga mikilvægar upplýsingar um okkar leikmenn sem eiga eftir að gera okkur kleift að þróa okkar starf enn frekar. Þessar upplýsingar eru ekki bara mikilvægar fyrir okkur hjá KSÍ, heldur líka fyrir félögin þar sem erlend félög nú til dags vilja fá gögn um leikmenn áður en þeir eru keyptir. . Þessi gögn (e. benchmarks) nota erlend félög í ákvarðanatöku sem er byggð á staðreyndum, en ekki skoðunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grét í réttarsal þegar hann játaði brot sín – Breytti fögnuði Liverpool í harmleik

Grét í réttarsal þegar hann játaði brot sín – Breytti fögnuði Liverpool í harmleik
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir
433Sport
Í gær

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni
433Sport
Í gær

Íslendingunum brugðið við að sjá þessa stjörnu United í nálægð á Old Trafford

Íslendingunum brugðið við að sjá þessa stjörnu United í nálægð á Old Trafford