fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Varð fyrir fordómum fyrir að ræða mál George Floyd – Ungur drengur kallaði hann apa

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 31. maí 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn eitt málið varðandi dauða svarts manns af völdum lögreglunnar er komið upp í Bandaríkjunum og hefur verið efnt til mótmæla vegna málsins. Fjórum lögreglumönnum hefur verið vikið úr starfi vegna málsins og alríkislögreglan FBI rannsakar málið.

„Ég næ ekki andanum.“ Var eitt af því síðasta sem maðurinn, hinn fertugi George Floyd, sagði á mánudaginn áður en hann lést. Hann lá þá ber að ofan á götu úti í Minneapolis. Búið var að handjárna hann en lögreglumaður hélt honum föstum á götunni með því að þrýsta hné sínu á háls hans og hnakka.

Atburðurinn var tekinn upp og hefur myndbandið vakið mikinn óhug en það hefur verið í mikilli dreifingu á netinu. Mikil reiði er í Bandaríkjunum og víðar um heim vegna þeirra fordóma sem svartir einstaklingar mæta.

Ian Wright fyrrum framherji Arsenal og enska landsliðsins er orðinn þreyttur á ástandinu og þeim hlutum sem fólk sem er dökkt að hörund mætir. „Ég er þreyttur á þessu, við erum þreytt á þessu. Ummælin, svörin og að þurfa að útskýra okkar stöðu á hverjum degi,“ skrifaði Wright meðal annars.

Hann varð strax fyrir fordómum eftir að hafa sett færsluna út en ungur drengur í Írlandi kallaði hann meðal annars apa. Drengurinn ungi sá eftir ummælum sínum og gaf sig fram við lögregluna.

„Ég veit að ég á ekki að skoða þessi svör en þetta tekur virkilega á, þetta er barn að senda þetta. Þetta barn hefur beina línu inn til mín,“ sagði Wright.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu