fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Enn í áfalli eftir að sonur hennar lést í hræðilegu slysi: Hefur misst 40 kíló

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 23. maí 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Antonio Reyes, lést síðasta sumar í umferðarslysi  en lögreglan á Spáni gaf í upphafi árs út skýrslu um slysið. Þessi 35 ára kappi lést í bílslysi í heimalandinu. Reyes var eins og áður sagði aðeins 35 ára gamall og var samningsbundinn liði Extrememadura. Hann átti mjög glæstan feril og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Atletico Madrid og Sevilla.

Enskir knattspyrnuaðdáendur kannast einnig við Reyes sem spilaði með Arsenal frá 2004 til 2007.

Í skýrslu lögreglu kemur fram að Reyes hafi verið á 186 kílómetra hraða og að vinstra afturdekk hafi sprungið, með þeim afleiðingum að hann missti alla stjórn á ökutækinu. Mercedes bifreiðin sem Reyes ók, skall á vegg utan vegar. Með Reyes í för voru tveir frændur hans, annar þeirra lést en hinn lifði af.

Mari móðir hans er enn í áfalli eftir að sonur hennar féll frá í þessu hræðilega slysi. Paco faðir hans ræðir um málið.

„Það er ekki hægt að lýsa sársaukanum, ég fer í kirkjugarðinn á hverjum morgni og aftur heim,“
sagði Paco.

„Við vorum bara alltaf heima, konan mín hefur misst 40 kíló en hefur ekki farið úr húsi í tæpt ár eftir harmleikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið