fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
433Sport

Ræða ekki málið í fjölmiðlum en hafa náð sátt: Kristján rekinn og var ósáttur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Daði Finnbjörnsson og Grótta hafa náð samkomulagi um starfsflokk hans en Kristján var rekinn úr starfi í janúar. Deilur þessara aðila höfðu ratað í fjölmiðla. Félagið hafði ekki viljað greiða Kristjáni uppsagnarfrest og ræddi hann málið við DV í síðasta mánuði. Eftir fréttaflutning hefur náðst sátt í málinu.

Meira:
Pabbapólitík á Seltjarnarnesi? – „Ég get ekki tjáð mig um þennan hluta“

Kristján þjálfaði 6. , 5. og 4. flokk karla hjá Gróttu, hann var ráðinn til starfa aftur síðasta haust. Kristján hafði ýmis gögn er varðar málið á sínum höndum, þar kemur meðal annars fram í einu bréfi frá Gróttu að félagið vildi losa hann úr starfi hjá 4. flokki en halda honum í starfi í öðrum flokkum. Í 4. flokki Gróttu eru synir tveggja stjórnarmanna hjá félaginu, faðir annars þeirra er Birgir Tjörvi Pétursson, formaður knattspyrnudeildar. Birgir vildi ekki ræða við blaðamann um málið á sínum tíma . ,,Þetta á sér tveggja vikna aðdraganda, þessir tveir drengir höfðu alltaf verið í hóp hjá A-liði. Eftir áramót voru synir þessara tveggja aðila að haga sér verr en áður, annar þeirra var mjög dónalegur og með stæla við aðra stráka í flokknum. Hann var að lítillækka samherja sína, ég sendi á mömmu hans og vildi leysa þetta. Ég fékk engin svör, þetta er á föstudegi og eftir helgi var mér vikið úr starfi. Mér var vikið úr starfi á mánudegi, degi áður höfðu synir þessara aðila ekki verið í A-liði, í fyrsta sinn,“  sagði Kristján við DV í apríl.

Þegar DV hafði samband við Kristján í gær sagðist hann ekki geta tjáð sig um málið en benti á að Vilhjálm H. Vilhjálmsson, lögfræðing sinn. Í skriflegu svari til blaðamann segir Vilhjálmur. „Knattspyrnudeild Gróttu og Kristján Daði Finnbjörnsson hafa náð samkomulagi um lausn þess ágreinings sem hlaust af starfslokum Kristjáns Daða hjá Gróttu. Aðilar hafa ákveðið að ræða málið ekki frekar í fjölmiðlum og óska hvorum öðrum velfarnaðar í störfum sínum í framtíðinni,“ sagði Vilhjálmur í svari til blaðamanns.

Kristján var á sínum tíma svekktur með að fá ekki útskýringar á uppsögn sinni og að fá ekki greiddan uppsagnarfrest. . „Ég virði alveg að menn nýti sín völd, ég hefði þá viljað fá útskýringar og að þeir myndu borga uppsagnarfrest. Ekki að tala í hringi og segja eitthvað annað en það sem gerðist í raun og veru. Það kom ekki nein útskýring,“ sagði Kristján.

Samkvæmt heimildum DV sættist Grótta á það að greiða uppsagnarfrest eftir fréttaflutning um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tólf félög vilja Mainoo en hann er búinn að velja

Tólf félög vilja Mainoo en hann er búinn að velja
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fær fólk til að tala með því að skipta um umboðsmann

Fær fólk til að tala með því að skipta um umboðsmann
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bellingham tjáir skoðun sína á Alonso

Bellingham tjáir skoðun sína á Alonso
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vilja fá framherja Manchester United í janúar

Vilja fá framherja Manchester United í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið
433Sport
Í gær

Leitar til kraftaverkamanns til að eiga möguleika á því að komast á HM

Leitar til kraftaverkamanns til að eiga möguleika á því að komast á HM
433Sport
Í gær

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“