fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Höskuldur opnar sig um dagana eftir að bróðir hans lést

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 4. apríl 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Gunnlaugsson, einn besti leikmaður Pepsi Max-deildar karla missti bróður sinn á síðasta ári. Hákon Guttormur Gunnlaugsson fæddist 19. maí 1991. Hann lést 10. ágúst síðastliðinn, aðeins 28 ára gamall.

Höskuldur sem spilar fyrir Breiðablik fékk tíðindin á laugardagskvöldi, daginn eftir var hann svo á skotskónum í sigri Breiðabliks á ÍA.

Þetta voru hryllileg tíðindi sem maður fékk á laugardagskvöldi og við eigum leik við ÍA á sunnudeginum. Ég var ekkert að pæla í þessum leik alla nóttina, var bara með fjölskyldunni. Þetta var mjög súrrealískt, högg á hjartað, alla sálina og líkamann,“ sagði Höskuldur við Stöð2 í gær.

Höskuldur ritaði fallegan pistil um Hákon skömmu eftir andlát hans, sem hann gaf þá DV leyfi til að birta. ,,Þú kveiktir áhuga minn á fótbolta þegar ég fékk að fara með upp á Akranes að horfa á þig spila á Lottó-Búnaðarbankamótinu, þú 6 ára gamall og ég 3ja ára,“ skrifar Höskuldur í upphafi greinar sinnar.

Höskuldur minnist bróður síns sem féll frá á dögunum: „Þú varst, ert og verður alltaf mín helsta fyrirmynd í lífinu“

Þeir bræður voru duglegir að æfa sig saman. ,,Við æfðum okkur hvern einasta dag á bílaplaninu sem var á móti gamla húsinu á Hafnarbrautinni á Kársnesinu þar sem við ólumst upp. Við lékum eftir hetjuleg „móment“ í fótboltasögunni á borð við sigurmark Zinedine Zidane á móti Bayer Leverkusen árið 2002, líkt og við værum sjálfir að spila úrslitaleikinn í Meistaradeildinni.“

Það vakti athygli að Höskuldur væri mættur til leiks, svo skömmu eftir þetta áfall. „Ég fylgdi einhverju innsæi eða gut feeling. Langaði að spila þennan leik fyrir bróðir minn, fjölskylduna og mig sjálfan, sé ég ekki eftir því,“ sagði Höskuldur við Stöð2 en hann tileinkaður bróður sínum markið í leiknum.

Höskuldur segir það mikla vinnu að lifa með þessu. „Veröld manns hrynur og maður brotnar í milljón búta. Þetta hefur verið vinna að púsla sér saman, leita sér hjálpar hjá fagfólki og læra að lifa með þessu sem er helvítis vinna,“ sagði Höskuldur jafnframt við Stöð2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram