fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Þór ætlar að lækka laun allra: „Oft hefur verið þörf að standa saman en nú er nauðsyn“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór Akureyri hefur boðað það að allir sem koma að félaginu verði að lækka laun sín, vegna kórónuveirunnar.

Reimar Helgason framkvæmdastjóri Þórs segir að vissulega hafi veiran mjög mikil áhrif á rekstur og rekstrarplön knattspyrnudeildar.

„Þetta er strax farið að hitta okkur illa því að við náðum ekki að halda stór mót sem áttu að vera í mars og óvíst hvort eða hvenær hægt er að halda þessi mót,“ segir Reimar við vefsíðu Þórs.

,,Það yrði mjög mikið högg ofan í það að fyrirtæki haldi eðlilega að sér höndum í styrktarmálum. Við sjáum ekki hvað höggið verður mikið fyrr en við sjáum hvað þetta ástand varir lengi og hvenær við komumst af stað inn í sumarið. Það verður ekki komist hjá því að taka upp samninga sem knattspyrnudeildin hefur verið að gera fyrir komandi tímabil og ég held að allir átti sig á stöðunni; geri sér grein fyrir því að það verða allir að koma að borðinu og leggja sitt af mörkum. En það er ekki bara leikmenn og starfsmenn sem þurfa að gefa eitthvað eftir, við þurfum öll sem félag að standa upp og berjast fyrir félagið okkar og leggja eitthvað af mörkum. Við munum reyna að halda öllum vel upplýstum þegar við vitum meira um hve skaðinn verður mikill. Oft hefur verið þörf að standa saman en nú er nauðsyn á samstilltu átaki. Áfram Þór!“ sagði Reimar Helgason að lokum.

Fjöldi félaga hefur greint frá því að laun leikmanna verði lækkuð og búast má við að fjöldi þeirra aukist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman