fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Auðmjúkur Víðir Reynisson nefnir fólk sem hann lítur upp til

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 18. apríl 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Sá sem að mætir á blaðamannafundi er ekki endilega sá mikilvægasti,“ sagði Víðir Reynisson, , yfirlögregluþjón á Stöð2 Sport í gær.

Víðir hefur vakið mikla athygli í starfi sínu síðustu vikur. Víðir hefur verið í framlínunni þegar kemur að ákvörðun er varðar kórónuveiruna. Hann situr daglega fréttamannafundi og fer yfir stöðu mála með þjóðinni.

Víðir er í starfi hjá KSÍ, þar er hann öryggisstjóri. Hann fékk tímabundið leyfi frá starfinu til aðstoða ríkislögreglustjóra á dögunum. Víðir hefur farið á þrjú stórmót með íslenska landsliðinu, tvö með karlalandsliðinu og eitt með kvennalandsliðinu.

KSÍ á ekki von á því að fá Víði aftur til starfa sem starfsmann í fullt starf, sambandið vonast til þess að Víðir verði þó til taks þegar á þarf að halda.

Í þættinum á Stöð2 Sport í gær fór Víðir yfir það fólk sem hann hefur lært mikið af. ,Maður hefur lært mjög mikið bæði af leikmönnum og þjálfurum. Ég hef nefnt þessi dæmi eins og Frey og Heimi, Lars og Erik, þessa þjálfara sem maður hefur mest unnið með, og svo leikmenn eins og Aron Einar og Söru. Það eru svo margir leiðtogar þarna,“ segir Víðir í Sportinu í dag.

Víðir segir að þeir sem eru mest í fjölmiðlum eins og hann séu bara hluti af stórri heild sem vinni frábært starf. Hann tók dæmi úr íslenska landsliðinu.

„Það eru oft ákveðnir leikmenn í „frontinum“ en svo er ekki síður gaman að kynnast þessum leikmönnum sem eru ekki endilega alltaf í viðtölunum en eru samt ótrúlegir leiðtogar og vigta svakalega mikið inn í hópinn þó að þeir séu ekki áberandi. Þeir eru ómissandi púsl í þessu púsluspili sem þjálfararnir eru með. Þetta eru ekki endilega leikmenn sem eru að spila mikið. Ólafur Ingi Skúlason til dæmis. Hann var í kringum landsliðið í gríðarlega mörg ár en er ekki með neitt brjálæðislega mikinn fjölda landsleikja, en alveg ótrúlega mikilvægur hlekkur í hópnum. Hann var gaurinn sem að leysti mál og braut upp með húmor sínum og nærveru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg
433Sport
Í gær

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Í gær

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga