fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
433Sport

Landsliðsmenn fá enga sérmeðferð: 14 daga sóttkví fyrir mikilvægan landsleik – ,,Þeir hljóta þá að vera að koma heim“

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. mars 2020 19:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson munu ekki fá neina sérmeðferð er þeir mæta til landsins frá Ítalíu.

Það eru 19 dagar í að íslenska landsliðið spili við Rúmeníu í umspili Þjóðadeildarinnar en leikið er hér heima.

Víðir Reynisson, öryggisstjóri KSÍ, staðfesti það í viðtali við RÚV í kvöld að landsliðsmennirnir þyrftu að fara í sóttkví rétt eins og aðrir.

Bæði Birkir og Emil spila á Norður-Ítalíu þar sem COVID-19 veiran er innan skligreinds hættusvæðis.

„Þeir hljóta þá að vera að koma heim þannig að þeir geti verið í 14 daga í sóttkví fyrir leikinn. Það gildir sama um þá eins og alla aðra Íslendinga,“ sagði Víðir.

Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, staðfesti það einnig við RÚV að það væri reynt að fá leikmenninna fyrr heim.

Þeir þurfa að vera í sóttkví í heila 14 daga og eins og áður var tekið fram eru aðeins 19 dagar í leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Mateta gæti komið eftir allt saman

Mateta gæti komið eftir allt saman
433Sport
Í gær

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins
433Sport
Í gær

Úr D-deild í Meistaradeildina

Úr D-deild í Meistaradeildina
433Sport
Í gær

Neitaði ekki fyrir orðrómana

Neitaði ekki fyrir orðrómana
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn hjóla í Slot fyrir þessar ákvarðanir í gær

Stuðningsmenn hjóla í Slot fyrir þessar ákvarðanir í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján Óli harðorður – „Það er lítill munur á kúk og skít“

Kristján Óli harðorður – „Það er lítill munur á kúk og skít“