fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Guðjón segir aldursfordóma ríkja á Íslandi en minnir á reynsluna: „Mun hafa gaman af þangað til ég dett niður dauður“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 31. mars 2020 21:50

Guðjón Þórðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Þórðarson efast um að hann fái starf aftur í íslenskum fótbolta, hann segir að aldursfordómar spili þar stórt hlutverk. Guðjón ræddi málið við Ríkharð Óskar Guðnason á Stöð2 Sport í kvöld.

Guðjón starfaði síðast á Íslandi árið 2012, þá var hann þjálfari Grindavíkur. Hann fékk starf í Færeyjum á síðasta ári og gerði vel með NSÍ Runavík. Guðjón er einn sigursælasti þjálfari í sögu Íslands og átti farsælan feril, hann veit hins vegar ekki hvort honum muni standa annað starf til boð.

,,Ég hef áhuga á fótbolta, fótbolti verður alltaf stóru þáttur í mínu lífi. Það gekk vel í Færeyjum, ég hef gaman af fótbolta. Ég mun hafa gaman af fótbolta þangað til ég dett niður dauður,“ sagði Guðjón á Stöð2 Sport í kvöld en hann gerði vel með ÍA, KR, íslenska landsliðið, Stoke og fleiri lið.

Guðjón sem er 64 ára gamall segir stjórnarmenn á Íslandi hafa aldursfordóma. ,,Þegar þú ert kominn yfir sextugt þá eru bara ungir menn í stjórnum félaga frá 30 til 40 ára. Þeir horfa á þá sem eru yfir sextugt sem gamla karla. Reynsla er vanmetinn.“

Guðjón ætlar ekki að sækjast eftir starfi á Íslandi og efast um að tilboð komi . ,,Ég myndi ekki sækja um starf, ég efast um að það verði á Íslandi. Maður veit aldrei, eina sem maður veit er að maður veit ekki neitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Í gær

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum
433Sport
Í gær

Högg í maga Ronaldo og félaga

Högg í maga Ronaldo og félaga