fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Real Madrid hafði óvænt áhuga: Slökkti á símanum og hafði ekki tíma í kjaftæði – ,,Þá vissi ég að þetta væri alvarlegt“

Victor Pálsson
Föstudaginn 27. mars 2020 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti verulega athygli þegar Real Madrid ákvað að semja við bakvörðinn Julian Faubert á láni árið 2009.

Faubert var þá á mála hjá West Ham á Englandi en Real reyndi óvænt við hann á lokadegi janúargluggans.

Faubert hefur nú opnað sig um hvernig þetta gekk fyrir sig en hann slökkti fyrst á símanum er spænska liðið hafði samband.

,,Við vorum í liðsrútunni á leið á Upton Park að spila gegn Fulham. Ég fékk símtal frá þessum Frakka hjá Real Madrid. Hann heilsaði og sagðist þurfa að tala við mig,“ sagði Faubert.

,,Ég sagði honum að ég væri að undirbúa mig fyrir mikilvægan leik og að ég hefði ekki tíma fyrir þetta kjaftæði.“

,,Ég slökkti á símanum, spilaði leikinn og eftir hann kveikti ég aftur. Ég sá svo um 30 skilaboð og 50 í talhólfinu. Þá vissi ég að þetta væri alvarlegt.“

,,Ég hringdi í stjórann minn og hann sagði að við þyrftum að ræða við Real Madrid því að þeir væru á hóteli í Heathrow. Þetta var á lokadegi gluggans og við fórum þangað og ræddum málin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“