fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Býr á Ítalíu og ráðleggur fólki hvernig skal haga sér gagnvart veirunni: „Komið fram við alla eins og þeir hafi veiruna“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. mars 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ashley Young bakvörður Inter á Ítalíu hefur ráðlagt fólki á Englandi, hvernig það skal haga sér nú þegar kórónuveiran gengur yfir.

Young flutti til Ítalíu í janúar og skömmu síðar fór landið að finna fyrir veirunni. Hann segir fóllki að fara varlega.

,,Notið grímu eða trefil til að hylja nef og munn, notið alltaf hanska þegar þið farið úr bílnum. Ekki snerta kerrur með berum höndum, hafið hanskana á þangað til komið aftur út í bíl,“ sagði Young.

,,Þetta gæti hljómað harkalega, en komið fram við alla sem búa ekki heima hjá þér eins og þeir hafi veiruna. Þú veist aldrei.“

Hann segir matvöruverslun mestu hættuna fyrir fólk í dag. ,,Það er hættulegasti staðurinn til að dreifa veirunni og fá hana, miðað við það sem ég heyri frá fólki heima að það sé klikkun að sækja sér mat. Það er rólegt hér á Ítalíu.“

,,Ef þú þarft að fara í lyftu, ekki fara fleiri en tvö í einu og farið í sitthvort hornið og horfið ekki á hvort annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi