fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Bannaði Jóni Þorgrími að fara á næturlífið: Slagsmál og læti fylgdu í kjölfarið

433
Miðvikudaginn 25. mars 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þorgrímur Stefánsson, var í einkar áhugaverðu viðtali við Hafliða Breiðfjörð á Fótbolta.net í gær. Jón átti farsælan feril sem knattspyrnumaður hér á landi.

Árið 2000 var hann í herbúðum Vals en yfirgaf liðið áður en tímabilið hófst, það var eftir slagsmál í æfingaferð félagsins við þjálfarann, Ejub Purisevic.

Jón Þorgrímur hafði verið með læti í leik fyrr um daginn og þegar liðið ætlaði að sletta úr klaufunum eftir hann, var Jóni bannað að fara. ,,Þegar þetta frjálsa kvöld kemur segir Ejub ‘mér er alveg sama hvað þið gerið í kvöld. Það er frjálst kvöld á alla nema Jónsa’,“ segir Jón Þorgrímur í viðtalinu við Hafliða sem heyra má í heild hérna.

Jón lét sér ekki segjast og skellti sér út á næturlífið með öðrum leikmönnum Vals, daginn eftir sauð allt upp úr.

„Morguninn eftir kemur Ejub, hann er mjög skapstór líka og in your face týpa. Hann rífur í mig þegar við erum að koma upp á hótelið og ég segi honum að sleppa mér. Hann tekur þá fastar í hálsmálið á mér og ég segi: ‘Gaur, slepptu mér!’ Hann sleppti ekki svo ég endaði á að snúa hann niður og segja honum að hann hefði betur sleppt mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Virðist sætta sig við að Guehi sé á förum

Virðist sætta sig við að Guehi sé á förum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Starf Edu strax í hættu

Starf Edu strax í hættu
433Sport
Í gær

O’Neil tekur líklega við

O’Neil tekur líklega við
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður United aðstoðar Fletcher á morgun

Fyrrum leikmaður United aðstoðar Fletcher á morgun