fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Er slæm líkamstjáning ástæða fyrir andúð í garð Gylfa? – Hjörvar tekur upp hanskann í breskum fjölmiðlum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Athletic skrifar langa grein um Gylfa Þór Sigurðsson og stöðu hans hjá Everton. Sagt er að möguleiki sé að Gylfi verði til sölu í sumar þar sem Carlo Ancelotti, stjóri liðsins vilji fá sína menn inn. Sagt er að Gylfi þéna tæpar 17 milljónir á viku og það gæti reynst erfitt fyrir Everton að finna annað lið fyrir Gylfa, hann eigi tvö ár eftir af samningi sínum. Gylfi kom til Everton árið 2017 fyrir 45 milljónir punda, er hann dýrasti leikmaður í sögu Everton.

Everton lagði mikla áherslu á að fá Gylfa til félagsins en Ancelotti er fjórði stjórinn sem Gylf hefur hjá Everton. Ancelotti hefur spilað 4-4-2 kerfið mest en Gylfi er vanur að spila í þriggja manna miðju á Englandi. Hann hefur spilað sem varnarsinnaður miðjumaður og vinstri kantmaður, Gylfi hefur byrjað átta af tíu leikjum Ancelotti.

The Athletic segir að Ancelotti vilji halda Andre Gomes og Jean-Philippe Gbamin, að auki vilji hann fá inn sinn mann í liðið. Staða Gylfa, Morgan Schneiderlin, Fabian Delph og Tom Davies sé því í hættu.

Hjörvar Hafliðason.

Rætt er við Hjörvar Hafliðason, Dr. Football í greininni. ,,Það virðist aukast að fólk sé að gagnrýna Gylfa, þetta virðist hafa orðið meira eftir tapið gegn Liverpool í bikarnum,“ sagði Hjörvar.

,,Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir hann þegar önnur tímabil eru skoðuð. Þetta er hins vegar leikmaður sem er alltaf heill heilsu. Hann er alltaf með annan mann sér við hlið, á síðustu leiktíð lék hann alla leiki í deildinni.“

,,Fólk fer að ræða verðmiðann og það kemur þegar hann skorar ekki eða er ekki að leggja upp. Alex Iwobi gæti kostað 34 milljónir punda og er með eitt mark og ekki stoðsendingu. Sama með Yannick Bolasie.“

,,Gagnrýni á Gylfa er að aukast í umræðunni á Íslandi, stuðningsmenn Liverpool hér efast um hann. Það væri glórulaust fyrir Everton að losa hann í sumar.“

Slæm líkamstjáning?:

Hjörvar segir að slæm líkamstjáning Gylfa geti haft áhrif á umræðuna ,,Ég veit að stuðningsmenn Everton hafa elskað miðjumenn eins og Lee Carsley og Thomas Gravesen, þeir settu kassann út og voru til í slagsmál. Gylfi er ekki þannig, kannski setur hann hausinn niður og fer inn í sig. Eða þá að hann pirrast og baðar út höndum, mér finnst hann vera blóraböggull og finnst það ekki sanngjarnt.“

,,Hann er ekki að tala mikið, faðir hans Sigurður Aðalsteinsson er vel þekktur á Íslandi. Hann er besti pílukastari landsins og hann er fyndinn, Gylfi er rólegri. Bróðir hans, Ólafur Már var einn besti golfari Ísland. Þetta er hæfileikarík fjölskylda, við verjum Gylfa því hann hefur gert frábærlega fyrir landsliðið.“

Athletic segir að Gylfi vilji komast í gang með Everton en að hann horfi til þess að fara í MLS deildina innan fárra ára. Sérstaklega er hann sagður horfa til þess að fara á Vesturströndina og hafa liðin í Los Angeles verið nefnd til sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“