fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Andri Fannar sá yngsti frá Íslandi sem spilar í einni af bestu deildunum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Fannar Baldursson spilaði óvænt fyrir lið Bologna um helgina sem mætti Udinese í Serie A. Andri er aðeins 18 ára gamall en hann kom til félagsins frá Breiðabliki og þykir mjög mikið efni.

Miðjumaðurinn ræddi við heimasíðu Bologna eftir leik og viðurkennir að tækifærið hafi verið óvænt í 1-1 jafntefli. ,,Ég er mjög ánægður með fyrsta leikinn. Ég hef lagt mig fram í vikunni en bjóst ekki við að fá tækifæri ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Andri.

,,Stjórinn sagði mér að fara út á völlinn og skemmta mér, ég reyndi að gera mitt besta og okkur tókst að skora gott jöfnunarmark.“

Rúmt ár er síðan Bologna fékk Andra frá Breiðabliki en hann hafði spilað einn leik í Pepsi Max-deildinni áður en hann hélt út. ,,Andri Fannar Baldursson er yngsti leikmaður Íslands sem spilar leik í efstu deild í fimm sterkustu deildum Evrópu (England, Þýskaland, Frakkland, Spánn & Ítalía). Vel gert og verður gaman að fylgjast með hans framgöngu næstu misserin,“ skrifa umboðsmenn hans í Stellar Nordic á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Í gær

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“
433Sport
Í gær

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Í gær

Liverpool fær samkeppni frá þessum fjórum stórliðum um Guehi

Liverpool fær samkeppni frá þessum fjórum stórliðum um Guehi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar