fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Guðni krefur Dag um peninga: Veðurspá kostar milljón og steinull fjórar milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. febrúar 2020 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands gerir kröfu á það að Reykjavíkurborg, eigandi Laugardalsvallar komi að kostnaði þegar kemur að landsleik Íslands og Rúmeníu í mars, um er að ræða leik í umspilli um laust sæti á EM. Rúv segir frá.

Þar kemur fram að Guðni Bergsson hafi sent Degi Bergþórusyni Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur bréf. KSÍ greiðir 64 milljónir í kostnað við að halda leikinn, þetta er í fyrsta sinn sem leikið verður á vellinum í mars.

KSÍ hefur lengi reynt að berjast við borg og ríki um að byggja nýjan völl en Laugardalsvöllur er einn lélegasti þjóðarleikvangur Evrópu, þegar kemur að vellinum sjálfum og aðbúnaði fyrir leikmenn.

,,Allar aðgerðir í fyrsta fasa, þar sem einnig má nefna aðkeypta sérfræðiþjónustu og rafmagns vegna flóðljósa, er áætlaður rúmar 23 milljónir króna,“ segir á vef RÚV og kemur fram að steinullin kosti fjórar milljónir en hana á að nota ef neyðin kallar til að hylja völlinn.

Hitatjald og tilkostnaður fyrir tæpar 35 milljónir en hingað koma menn frá Bretlandi sem sjá um tjaldið í þrjár vikur.

Þá segir á vef RÚV að kostnaður við að fa sérstakar veðurspár frá Veðurstofunni kosti milljón.

„Með þessu sýnir Reykjavíkurborg stuðning sinn við íslenska landsliðið og fótboltann almennt og hjálpar til við að það náist að leika þennan mikilvæga leik á Laugardalsvellinum í mars komandi,“ segir í bréfi Guðna sem RÚV vitnar til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Theodór Elmar hættur hjá KR

Theodór Elmar hættur hjá KR
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirgefur Breiðablik fyrir FH

Yfirgefur Breiðablik fyrir FH
433Sport
Í gær

Arteta lofsyngur nýja manninn á bak við tjöldin

Arteta lofsyngur nýja manninn á bak við tjöldin
433Sport
Í gær

United sagt vera að landa Brasilíumanninum á rúma 7 milljarða

United sagt vera að landa Brasilíumanninum á rúma 7 milljarða
433Sport
Í gær

Djarfur klæðaburður stjörnunnar í nýju tónlistarmyndbandi vekur athygli

Djarfur klæðaburður stjörnunnar í nýju tónlistarmyndbandi vekur athygli