fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Raiola heldur áfram: Fast skot á Neville – „Ef Solskjær vill tala við mig, er ég alltaf klár“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru enn á ný læti í kringum Paul Pogba og Mino Raiola umboðsmann hans, þeir félagar gera nú allt til þess að tryggja að Pogba fari frá Manchester United í sumar. Miðjumaðurinn hefur viljað fara frá United í rúmt ár.

Pogba hefur spilað örfáa leiki á þessu tímabili en hann er frá vegna meiðsla, Raiola vill taka Pogba frá United í sumar en þangað kom hann árið 2016.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United þoldi ekki Raiola og hans vinnubrögð. Þeir rifust harkalega þegar Pogba fór ungur að árum frítt frá United til Juventus. ,,Þú getur ekki átt manneskju hvar sem er í heiminum. Ég vona að Solskjær sé ekki að gefa í skyn að Pogba sé fangi. Áður en Solskjær tjáir sig um það sem ég segi þá ætti hann að kynna sér samhengið betur,“ sagði Raiola í gær en áður hafði Ole Gunnar Solskjær sagt að Pogba væri í eigu Manchester United.

Síðan þá hafa Gary Neville, Roy Keane og Ole Gunnar Solskjær svarað honum og Raiola mætti í viðtal á Talksport í morgun, og svaraði.

,,Gary Neville veit svo mikið um fótbolta, ég er hissa á því að Salford liðið hans sé ekki í ensku úrvalsdeildinni. Hann ætti kannski að vera í stjórn Manchester United, hann ætti kannski að biðja um starf þar,“ sagði Raiola.

Um ummæli Solskjær sagði Raiola. ,,Ég taldi að Solskjær hefði farið yfir línuna, hann tók hluta úr viðtalinu mínu og fór að móðgast. Eins og ég hefði boðið Pogba til annara félaga.“

,,Ég var spurður um það hvort Pogba vildi fara til Ítalíu, ég sagði að það væri hans annað heimili. Það er ekki þannig núna, hann er einbeittur á Manchester United. Hann vill klára tímabilið vel með Manchester United.“

Raiola var heitt í hamsi. ,,Ég var ekki að ræða Ole og Manchester United, ég var ekki að búa til leiðindi. Ég þarf ekki að verja sjálfan mig, ég þarf bara að útskýra eitthvað fyrir leikmönnum mínum.“

,,Ole hefði átt að lesa allt viðtalið, félagið borgaði ekki 90 milljónir punda fyrir hans þjónustu. Þeir borguðu 90 milljónir punda fyrir að brjóta samning hans í Juventus.“

,,Þeir kaupa ekki manneskju, þeir kaupa þjónustu hans. Ég á  ekkki nein vandamál með Manchester United, það er ekkert vandamál með Manchester United. Ef Solskjær vill tala við mig, ég er alltaf klár.“

Gary Neville sagði að Raiola væri að gera lítið úr United en Raiola svarar því. ,,Ég var ekki að gera lítið úr þeim, ég sé ekki hvernig ég gerði lítið úr þeim,“ sagði Raiola.

,,Hann vill gera vel fyrir Manchester United og við tölum við United eftir EM í sumar.“

Roy Keane ráðlagði United að losa sig við Pogba og Raiola virðist var sammála því. ,,Ég ber virðingu fyrir hans skoðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Carragher sendir frá sér afsökunarbeiðni – „En þú þarft að haga þér“

Carragher sendir frá sér afsökunarbeiðni – „En þú þarft að haga þér“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“