fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Manchester United vann Chelsea í London – VAR mikið rætt

Victor Pálsson
Mánudaginn 17. febrúar 2020 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea 0-2 Manchester United
0-1 Anthony Martial(45′)
0-2 Harry Maguire(66′)

Stórleik umferðarinnar á Englandi er nú lokið en Chelsea fékk þá Manchester United í heimsókn.

Það var nóg undir á Stamford Bridge en United gat minnkað forskot Chelsea í fjórða sætinu niður í þrjú stig.

Fjörið var mikið í London í kvöld en það var United sem hafði betur að lokum með tveimur mörkum gegn engu.

Bæði mörkin voru skallamörk en Anthony Martial gerði það fyrra í fyrri hálfleik og Harry Maguire það seinna, í seinni hálfleik.

VAR var að venju í umræðunni yfir leik kvöldsins og voru allavegana tvö umdeild atvik í boði.

Fyrst sparkaði Harry Maguire í klof Michy Batshuayi hjá Chelsea en VAR ákvað að refsa enska landsliðsmanninum ekki.

Chelsea virtist einnig hafa skorað mark er Kurt Zouma kom boltanum í netið eftir hornspyrnu en Cesar Azpilicueta var dæmdur brotlegur fyrir bakhrindingu.

Olivier Giroud skoraði svo annað mark fyrir Chelsea en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.

Lokastaðan 0-2 á Stamford Bridge og er United nú aftur komið í alvöru baráttu um Meistaradeildarsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“
433Sport
Í gær

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM