fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Próflaus Prins ók um götur Reykjavíkur: Átti einn frægasta bíl landsins

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prince Rajcomar, hollenskur framherji vakti mikla athygli á Íslandi þegar hann lék með KR og Breiðablik. Prince Linval Reuben Mathilda eins og hann heitir fullu nafni lék á Íslandi frá 2007 til 2009.

Prinsinn vakti athygli innan sem utan vallar, hann hafði gríðarlega hæfileika en virtist ekki alltaf nenna því að leggja sig fram. Hann ók um bæinn á hvítum Range Rover, hann lét breyta merkingunni á bílnum. Það stóð ekki bara Ranger Rover eins og venjulegum bílum heldur stóð Prince.

Þegar Prince gekk í raðir KR árið 2009 var Guðmundur Benediktsson, leikmaður KR. Guðmundur rifjar upp sögu af Prince í hlaðvarpsþættinum, Draumaliðið.

,,Prince Rajcomar kom inn á síðustu metrunum, rúllaði um á Range-inum, gott ef hann skipti honum ekki fyrir einhvern svartan Renault,“ sagði Guðmundur við Jóhann Skúla, stjórnanda þáttarins.

Þrátt fyrir að Prince hafi keyrt um allt, þá var hann án ökuréttinda. Hann hafði misst bílprófið en ók um með símanúmerið sitt á bílnum. ,,Gott ef hann var ekki búinn að missa bílprófið, en var með nafnið sitt, Prince og símanúmer í afturglugganum,“ sagði Guðmundur þegar hann fór yfir málið.

,,Það var ekki skynsamlegt, þegar þú ert ekki með bílpróf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 3 dögum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi