fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Landsliðsþjálfari Íslands sagður hafa verið ölvaður og farið yfir strikið þegar hann ræddi við stelpurnar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. desember 2020 16:36

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu er sagður hafa verið ölvaður og hafa farið yfir strikið í samræðum við leikmenn liðsins á þriðjudag. Þetta gerðist sama kvöld og Ísland tryggði sig inn á Evrópumótið. Það er Fótbolti.net sem fjallar um málið.

„Í fögnuði um kvöldið var áfengi haft um hönd og þá komu upp atvik. Jón Þór Hauksson þjálfari íslenska liðsins var undir áhrifum áfengis og þótti hafa farið yfir strikið í samræðum við leikmenn sem sumar voru í uppnámi,“ skrifar Hafliði Breiðfjörð í grein á Fótbolta.net í dag.

Jón Þór kom liðinu inn á Evrópumótið með sigri á Ungverjalandi og eftir þann leik var fagnað. „ Ég tók þátt í að fagna okkar árangri og eftir á að hyggja voru það mistök. Ég hef rætt við hluta þeirra leikmanna sem ég átti þessi samtöl við og beðist afsökunar,“ segir Jón Þór í samtali við Hafliða Breiðfjörð á Fótbolta.net.

Í frétt Fótbolta.net kemur fram að miðilinn hafi sent fyrirspurn á KSÍ vegna framkomu Jóns. „Óskaði Fótbolti.net svara um áfengisdrykkju í landsliðsferðum og í kringum leikmenn í hópnum sem ekki eru sjálfráða,“ segir í frétt miðilsins.

Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ segir málið til skoðunar hjá sambandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndir af máltíð sem var til sölu vekja óhug meðal netverja – „Þetta er nánast á lífi“

Myndir af máltíð sem var til sölu vekja óhug meðal netverja – „Þetta er nánast á lífi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stórtíðindi úr Vesturbænum

Stórtíðindi úr Vesturbænum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sú besta í fyrra snýr aftur

Sú besta í fyrra snýr aftur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Það sem Nunez gerði við Salah um helgina vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Það sem Nunez gerði við Salah um helgina vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Heitar umræður um stöðu Gylfa Þórs í gærkvöldi – „Það er búið að vera rosalega mikið í gangi, hvaða áhrif hefur þetta?“

Heitar umræður um stöðu Gylfa Þórs í gærkvöldi – „Það er búið að vera rosalega mikið í gangi, hvaða áhrif hefur þetta?“