fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
433Sport

Tvö sænsk félög vilja kaupa Finn Tómas af KR

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

IFK Norrköping vill kaupa Finn Tómas Pálmason miðvörð KR. Frá þessu segir SportExpressen í Svíþjóð og kveðst hafa fyrir því öruggar heimildir.

Í fréttinni segir að Norrköping fái samkeppni um Finn Tómas en Elfsborg hefur einnig áhuga á að kaupa þennan íslenska varnarmann.

Finnur Tómas skaust fram á sjónarsviðið sumarið 2019 þegar hann lék lykilhlutverk í hjarta varnarinnar hjá KR þegar liðið varð Íslandsmeistari.

Norrköping hefur góða reynslu af Íslendingum en félagið hefur grætt vel á þeim síðustu ár, félagið seldi Arnór Sigurðsson á fúlgur fjár til CSKA Moskvu árið 2018. Félagið er svo með Ísak Bergmann Jóhannesson í sínum röðum núna en hann er einn efnilegasti leikmaður Evrópu. Talið er er að Norrköping geti fengið tæpa 2 milljarða fyrir hann.

Finnur Tómas er 19 ára gamall en hann hefur spilað 51 leik með Þrótti og KR í deildarkeppni og bikar á Íslandi. Þá á Finnur fjöldann af landsleikjum fyrir yngri landslið Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tólf félög vilja Mainoo en hann er búinn að velja

Tólf félög vilja Mainoo en hann er búinn að velja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær fólk til að tala með því að skipta um umboðsmann

Fær fólk til að tala með því að skipta um umboðsmann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bellingham tjáir skoðun sína á Alonso

Bellingham tjáir skoðun sína á Alonso
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja fá framherja Manchester United í janúar

Vilja fá framherja Manchester United í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið
433Sport
Í gær

Leitar til kraftaverkamanns til að eiga möguleika á því að komast á HM

Leitar til kraftaverkamanns til að eiga möguleika á því að komast á HM
433Sport
Í gær

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“