fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Tvö sænsk félög vilja kaupa Finn Tómas af KR

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

IFK Norrköping vill kaupa Finn Tómas Pálmason miðvörð KR. Frá þessu segir SportExpressen í Svíþjóð og kveðst hafa fyrir því öruggar heimildir.

Í fréttinni segir að Norrköping fái samkeppni um Finn Tómas en Elfsborg hefur einnig áhuga á að kaupa þennan íslenska varnarmann.

Finnur Tómas skaust fram á sjónarsviðið sumarið 2019 þegar hann lék lykilhlutverk í hjarta varnarinnar hjá KR þegar liðið varð Íslandsmeistari.

Norrköping hefur góða reynslu af Íslendingum en félagið hefur grætt vel á þeim síðustu ár, félagið seldi Arnór Sigurðsson á fúlgur fjár til CSKA Moskvu árið 2018. Félagið er svo með Ísak Bergmann Jóhannesson í sínum röðum núna en hann er einn efnilegasti leikmaður Evrópu. Talið er er að Norrköping geti fengið tæpa 2 milljarða fyrir hann.

Finnur Tómas er 19 ára gamall en hann hefur spilað 51 leik með Þrótti og KR í deildarkeppni og bikar á Íslandi. Þá á Finnur fjöldann af landsleikjum fyrir yngri landslið Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára
433Sport
Í gær

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur
433Sport
Í gær

Settur í leyfi vegna rannsóknar – Grunaður um kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni

Settur í leyfi vegna rannsóknar – Grunaður um kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni