fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Ræðir atvikið þegar hann missti saur fyrir framan milljónir manna: „Slakaði aðeins á, þá kom bara sprengja“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 11:39

Gary Lineker.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Lineker er einn frægasti sjónvarpsmaður Bretlands, hann viðurkenndi fyrir nokkrum árum að hafa kúkað á sig í miðjum leik. Atvikið átti sér stað á HM árið 1990 gegn Írland, Lineker hafði verið veikur og harkaði af sér.

Lineker fagnaði sextugs afmæli sínu í vikunni og ræddi þá um hvað hefði gerst á þessu örlagaríka augnabliki.

„Ég hafði verið veikur yfir nóttina og þetta var fyrsti leikurinn, ég hafði verið með niðurgang. Ég vildi ekki segja Bobby Robson þetta, hann hefði mögulega sett mig úr liðinu og ég vildi spila,“ sagði Lineker í hlaðvarpsþætti um málið.

„Leikurinn byrjaði og eftir um tuttugu mínútur fékk ég krampa í magann á nýjan leik, ég náði að þrauka fram í hálfleik og hélt að þetta væri búið.“

Staðan versnaði svo í síðari hálfleik. „Við komum út í síðari hálfleik og eftir tíu mínútur þá kemur þetta aftur. Ég vissi að ég væri í vandræðum. Ég datt niður á grasið eftir smá baráttu á vellinum. Ég slakaði aðeins á, þá kom bara sprengja.“

„Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera, ég tjáði liðsfélaga að ég hefði kúkað á mig. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera, ég fór að nudda mér í grasið til að reyna að þurka mér.“

Lineker grínaðist svo með atvikið. „Það var ótrúlegt pláss á vellinum fyrir mig eftir þetta, það var hræðileg lykt af mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þungt högg fyrir Guardiola

Þungt högg fyrir Guardiola
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn
433Sport
Í gær

Viss um að Salah verði ekki leikmaður Liverpool á þessum tímapunkti

Viss um að Salah verði ekki leikmaður Liverpool á þessum tímapunkti
433Sport
Í gær

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona