fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Rúnar Alex um það hvort hann geti veitt Leno samkeppni – „Já, 100%“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 19:49

Rúnar Alex Rúnarsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson, leikmaður Arsenal, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Rapid Vín í Evrópudeildinni á morgun.

Rúnari líður vel hjá Arsenal og segir að aðlögunin hjá félaginu hafi gengið vel.

Ég hef aðlagast vel, það hefur verið tekið vel á móti mér. Þetta er auðvitað mikil breyting fyrir mig, ég kem frá litlu landi, Íslandi og kem hingað í stórt félag. Þetta hefur gengið vel og er búið að vera gaman. Ég nýt þess að vera hér og er að taka framförum,“ sagði Rúnar á blaðamannafundinum.

Einn helsti styrkleiki Rúnars er hversu öruggur hann er á bolta og er óhræddur við að nota lappirnar. Hann segir að leikstíll Arsenal sé einhvað sem hann kannist við.

„Ég myndi ekki segja að þessi leikstíll sé nýr fyrir mér, ég spilaði svipaðan fótbolta í Danmörku þegar að ég var þar. Stærsta breyting er að ég spila fyrir Arsenal, pressan er meiri, það er pressa á okkur að vinna hvern einasta leik,“ sagði Rúnar.

Rúnar er með skýr markmið og segir að hugarfarið skipti miklu máli.

„Maður vill spila, það skiptir ekki máli í hvaða stöðu maður er. Maður vill alltaf spila og verður að hafa rétt hugarfar. Ég vill spila og vill gera atlögu að því að verða markvörður númer eitt. Ef ég væri ekki með þannig hugarfar þá væri ég í röngu starfi,“ sagði Rúnar

Hann var í kjölfarið spurður að því hvort hann teldi sig geta veitt Bernd Leno, aðalmarkverði Arsenal, samkeppni.

„Já 100%, annars væri ég ekki hjá þessu félagi. Ég verð að hafa rétt hugarfar og trúa að ég sé þess verðugur að spila fyrir félagið og sýna það,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson á blaðamannafundi í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga