fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 12:22

mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna COVID-19 veirunnar. Gilda núverandi takmarkanir til 9 desember.

Íþróttafólk situr því áfram við sama borðið og undanfarið og má ekki mæta til æfinga. Um langt skeið hefur afreksfólk á Íslandi ekki getað stundað sína íþrótt og það vekur upp spurningar. Í flest öllum löndum er íþróttastarf í gangi af fullum krafti þrátt fyrir veiruna.

Íslandsmótið í knattspyrnu var blásið af fyrir mánuði síðan vegna þess regluverks sem ríkisstjórn Íslands hefur haft hér á landi, ekki var talið líklegt að hægt væri að klára mótin og hefur það komið á daginn. Á sama tíma hefur körfu og handboltafólk ekki getað æft síðustu vikur en Íslandsmótin þar voru blásin af í mars þegar veiran gerði fyrst vart við sig. Mótin fóru aftur af stað í haust en hafa verið í pásu vegna aðgerða hér á landi.

Mikil umræða hefur skapast um málefnið og Runólfur Pálsson, læknir og einn af yfirmönnum Covid-göngudeildar Landspítala sagði á dögunum við Fótbolta.net að leyfa ætti íþróttir enda væri smithættan innan vallar svo gott sem enginn. „Við vitum hvar mesta hættan er á smiti og virðist það ekki tengjast skipulögðu íþróttastarfi. Vandinn er sá að við getum ekki uppfyllt tveggja metra regluna og getum ekki komist hjá snertingu í keppni en á sama tíma vitum við að ef vel er haldið á málum þá er lítið um smit á þessum vettvangi. Það finnst mér gefa tilefni til undanþágu miðað við þá þekkingu sem við höfum.“

 

Brjálaður Benedikt:

Benedikt Guðmundsson körfuboltaþjálfari er brjálaður yfir þeirri stöðu sem íþróttafólk á Íslandi situr við. „Áfram æfinga- og keppnisbann í boði VG þrátt fyrir að önnur lönd leyfi íþróttir. Þrátt fyrir að sérfræðingar og vísindamenn hér heima bendi á ákveðnar staðreyndir. Í VG er fólk sem hefur aldrei stundað íþróttir, hefur engan skilning á þeim, engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi,“ skrifar Benedikt á Twitter.

Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður segir skorta skilning og afleiðingarnar verði miklar fyrir afreksfólk. „Ákvörðun dagins er rothögg fyrir íþróttahreyfinguna. Það mun taka langan tíma að rétta skútuna af. Það er í raun sorglegt að horfa upp á þetta. Ríkisstjórnin lætur sér í léttu rúmi liggja og virðist skorta áhuga og skilning á afreksstarfi. Því miður.Eina,“ skrifar Guðjón.

Arnar Guðjónsson tekur í sama streng. „Áfram heldur bullið. ÍSÍ auðvitað mætt til að berjast fyrir sitt fólk…. eða nei hafa engan áhuga á því,“ skrifar Arnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn